Britney Spears segir nóg komið

Britney Spears þarf á hvíld að halda.
Britney Spears þarf á hvíld að halda. AFP

Britney Spears vill koma því á hreint að það er í lagi með hana og sögusagnir um hana hafi gengið of langt. Söngkonan greindi frá því á Instagram að hún þyrfti frið en nýlega fór hún í meðferð vegna geðheilsu sinnar. Vildu sumir aðdáendur hennar meina að henni væri haldið þar gegn sínum vilja. 

Í myndbandi sem Spears birti á Instagram sagði hún að hún myndi snúa aftur fljótlega en hún segir hafa verið mikið álag á fjölskyldu sinni nýlega. Hún skrifaði auk þess langan texta þar sem hún sagði að sögusagnirnar gerðu illt verra og hún þyrfti frið til þess að hvíla sig. 

„Það eru gróusögur, fjölskylda mín og teymi mitt fær lífshótanir og bara svo mikið af klikkuðum hlutum eru sagðir. Ég er bara reyna að taka tíma fyrir mig en allt sem er í gangi gerir mér bara erfiðara fyrir,“ segir Spears og segir fólki að trúa ekki öllu sem það heyrir.  

Talar hún einnig um tölvupósta í hennar nafni sem fyrrverandi umboðsmaður hennar Sam Lutfi á að hafa sent fyrir mörgum árum. Hún beinir þar með orðum sínum óbeint að #FreeBritney-herferðinni en aðdáendur Spears krefjast þess að söngkonunni verði gefið frelsi og trúa því að hún sé lokuð inni á meðferðarstofnun gegn sínum eigin vilja. 

View this post on Instagram

I wanted to say hi, because things that are being said have just gotten out of control!!! Wow!!! There’s rumors, death threats to my family and my team, and just so many things crazy things being said. I am trying to take a moment for myself, but everything that’s happening is just making it harder for me. Don’t believe everything you read and hear. These fake emails everywhere were crafted by Sam Lutfi years ago... I did not write them. He was pretending to be me and communicating with my team with a fake email address. My situation is unique, but I promise I’m doing what’s best at this moment 🌸🌸🌸 You may not know this about me, but I am strong, and stand up for what I want! Your love and dedication is amazing, but what I need right now is a little bit of privacy to deal with all the hard things that life is throwing my way. If you could do that, I would be forever grateful. Love you ❤️❤️❤️

A post shared by Britney Spears (@britneyspears) on Apr 23, 2019 at 6:30pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einkar gott er að sinna viðskiptum og fjármálum í dag. Láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í hlutunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einkar gott er að sinna viðskiptum og fjármálum í dag. Láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í hlutunum.