Ekki auðvelt að plana steypiboð Meghan

Serena Williams kom að því að skipuleggja steypiboð fyrir vinkonu …
Serena Williams kom að því að skipuleggja steypiboð fyrir vinkonu sína Meghan hertogaynju. Samsett mynd

Tennisstjarnan Serena Williams kom að því að skipuleggja steypiboð fyrir vinkonu sína Meghan hertogaynju í febrúar. Í nýju viðtali við Business of Fashion sem tekið var nokkrum dögum eftir steypiboðið fræga lýsir Williams því að það hafi ekki verið létt verk að skipuleggja boðið fyrir hertogaynjuna. 

„Að skipuleggja eitthvað eins og það krefst mikillar vinnu. Ég er með fullkomnunaráráttu svo ég var bara: „Gerum þetta fullkomið“,“ segir Williams. 

„Það hefur verið mikið í gangi síðustu daga,“ sagði Williams en fyrir utan steypiboðið hafði dóttir Williams verið veik og tennisstjarnan því lítið sofið. 

Steypiboðið var afar umdeilt enda ekki vani að fagna komu barna í bresku konungsfjölskyldunni á rándýru hóteli í New York og ferðast til þess með einkaflugvél. Auk Williams mætti mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, fjölmiðlakonan Gayle King, leikkonan Abigail Spencer og stílistinn Jessica Mulroney. 

Serena Williams og eiginmaður hennar Alexis Ohanian mættu í brúðkaup …
Serena Williams og eiginmaður hennar Alexis Ohanian mættu í brúðkaup Harry og Meghan. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Spenna milli þín og maka þíns krefst þess að þú reynir nýjar lausnir. Sambönd eyða andlegri orku ef maður lætur þau hafa þannig áhrif á sig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Spenna milli þín og maka þíns krefst þess að þú reynir nýjar lausnir. Sambönd eyða andlegri orku ef maður lætur þau hafa þannig áhrif á sig.