Elskaði hana of lítið og reyndi ekki

Khloé Kardashian er einstæð móðir.
Khloé Kardashian er einstæð móðir. mbl.is/AFP

Khloé Kardashian er dugleg að segja skoðun sína í sögu á Instagram og nú hefur hún birt texta sem virðist beinast að barnsföður hennar, Tristan Thompson. Gefur hún í skyn að Thompson hafi ekki lagt nógu mikið á sig til þess að bjarga sambandinu.

„Það sorglegasta við sögu okkar er að við hefðum getað látið þetta ganga upp,“ stóð í textanum sem Kardashian birti á Instagram. „Ef þér hefði þótt jafnvænt um mig og mér þótti um þig hefðir þú barist fyrir mér. En þú gerðir það ekki. Svo það sé skýrt þá hafði ég alltaf rétt fyrir mér þegar ég sagðist elska þig meira. Þú neitaðir því alltaf og sagðir að þú elskaðir mig meira, en ég geri ráð fyrir að nú vitum við það.“

Raunveruleikastjarnan hætti með körfuboltakappanum eftir dramatískt framhjáhald í febrúar. Var Thompson sakaður um að halda fram hjá með bestu vinkonu litlu systur barnsmóður sinnar. Hann var einnig sakaður um framhjáhald nokkrum dögum áður en dóttir þeirra kom í heiminn fyrir ári. 

Khloé Kardashian birti þennan texta í sögu sinni á Instagram.
Khloé Kardashian birti þennan texta í sögu sinni á Instagram. skjáskot/Instagram
Tristan Thompson.
Tristan Thompson. mbl.is/AFP
mbl.is