Miðasala á Duran Duran

Simon Le Bon og John Taylor.
Simon Le Bon og John Taylor. AFP

Miðasala á tónleika Duran Duran hefst klukkan 10 í dag en tónleikarnir verða haldnir í Laugardalshöll 25. júní. Miðasalan fer fram á Tix.is og verður opnað fyrir biðraðakerfið hjá Tix.is klukkan 9:30.

Duran Duran í dag: (F.v.) Rogert Taylor, John Taylor, Simon …
Duran Duran í dag: (F.v.) Rogert Taylor, John Taylor, Simon Le Bon og Nick Rhodes. Upphaflega voru þeir fimm en Andy Taylor hætti árið 2006.

Kynningarstjóri Mono, Björgvin Þór Rúnarsson, segir í fréttatilkynningu að hann finni fyrir miklum áhuga fyrir tónleikunum bæði hjá Íslendingum og erlendum aðdáendum hljómsveitarinnar.  

„Við finnum fyrir miklum spenningi fyrir tónleikunum. Duran Duran héldu frábæra tónleika hér 2005 og ætla mjög margir sem fóru fyrir 14 árum á þá aftur. Það sem kemur okkur hins vegar mjög skemmtilega á óvart er að við höfum heyrt [um] mikið af fólki sem er að leggja á sig langt ferðalag til þess að missa ekki af Duran Duran á Íslandi. Hljómsveitin á stóran aðdáendahóp í Evrópu og Bandaríkjunum auk þess sem við höfum frétt af því að verið sé að skipuleggja hópferðir í bæinn víðs vegar af landinu. Forsalan fór vel af stað í gærmorgun og mun Tix virkja biðraðakerfið hálftíma fyrir miðasöluna í dag þannig að allt verði klappað og klárt,“ segir Björgvin Þór í fréttatilkynningu.

Ungir menn á níunda áratugnum. Duran Duran var ein vinsælasta …
Ungir menn á níunda áratugnum. Duran Duran var ein vinsælasta hljómsveit í heimi á þeim tíma.

Tvö verðsvæði eru í boði : 

Svæði A, verð kr. 18.900

Svæði B, verð kr. 14.900

Hægt er að kaupa allt að 10 miða í einu, Einungis miðar frá Tix.is eru gildir. 


Höllin opnar kl. 18 og Duran Duran stígur á svið kl. 20:15. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler