Malek verður skúrkurinn

Rami Malek verður að líkindum skúrkurinn í nýrri mynd um …
Rami Malek verður að líkindum skúrkurinn í nýrri mynd um leyniþjónustumanninn James Bond. AFP

Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek, mun leika illmennið í nýrri kvikmynd um James Bond sem verður sú 25. um leyniþjónustumanninn öfluga. Í myndinni mun breski leikarinn Daniel Craig leika Bond í síðasta sinn, eftir að hafa verið í hlutverki hans í átta ár. 

Malek vann til óskarsverðlauna á síðustu óskarsverðlaunahátíð fyrir leik sinn í kvikmyndinni Bohemian Rhapsody þar sem hann lék Freddie Mercury, söngvara hljómsveitarinnar Queen. Í streymi í beinni útsendingu þar sem aðalhlutverk í myndinni voru kynnt ávarpaði Malek aðdáendur Bond-myndanna og svo virðist sem hann muni ekki gefa tommu eftir í baráttunni við Bond. 

„Ég lofa ykkur því að ég mun sjá til þess að þetta verði engin lautarferð fyrir Hr. Bond,“ sagði hann. 

Framleiðandi myndarinnar neitaði að gefa upplýsingar um heiti myndarinnar í streyminu, en gaf þó upp eitt atriði sem stingur í stúf við það sem áður hefur sést í Bond-myndunum. Myndin mun að þessu sinni ekki hefjast á hasaratriði, heldur verður Bond í fríi á Jamaíka.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.