Óförðuð og náttúruleg

Eva Mendes birti mynd af sér á Instagram án farða ...
Eva Mendes birti mynd af sér á Instagram án farða á dögunum. skjáskot/Instagram

Leikkonan Eva Mendes birtist fólki oftast á myndum sem ljósmyndarar hafa tekið og fagmenn séð um að útlit hennar sé upp á tíu. Þetta á líka við um Instagram-síðu hennar. Mendes breytti þó út af vananum á dögunum og birti sjálfu af sér þar sem hún virðist vera án farða. 

Greinilega er búið að biðja Mendes oft um að birta sjálfu af sér en leikkonan segir þó í textanum við myndina að hún geti ekki tekið alvarlega sjálfumynd af sér. Fylgjendur hennar gefa þó lítið fyrir afsökun hennar og finnst hún að sjálfsögðu líta vel út. Fær hún þó nokkuð af hrósi fyrir að sýna sitt náttúrulega útlit. 

Um miðjan apríl gerði Mendes einnig tilraun til þess að birta sjálfu af sér en faldi þá andlit sitt með hári sínu. Leikkonan þarf ekkert að fela og lítur vel út jafnt óförðuð sem og förðuð. 

View this post on Instagram

I just can’t do it. I just can’t seriously take a selfie. So for those who’ve asked, here you go and I’m sorry. And for the others who never asked for this, I’m sorry too. #NoFilterNoPersonality

A post shared by Eva Mendes (@evamendes) on Apr 20, 2019 at 12:29pm PDT

View this post on Instagram

Strawberry feels forever by @mikelorenzano. No filter.

A post shared by Eva Mendes (@evamendes) on Apr 13, 2019 at 1:51pm PDTmbl.is