Óhrædd við að sýna stórt húðflúr á bakinu

Scarlett Johansson er með húðflúraðar rósir á baki sínu.
Scarlett Johansson er með húðflúraðar rósir á baki sínu. mbl.is/AFP

Leikkonan Scarlett Johansson mætti full sjálfstrausts á frumsýningu Avengers: Endgame í Los Angeles í vikunni. Hún sýndi ekki bara kærastann sinn heldur líka stórt húðflúr á baki sínu en húðflúrið sást vel í kjól hennar sem var frá Versace. 

Leikkonan stillti sér upp sérstaklega svo ljósmyndarar næðu góðri mynd af húðflúrinu. Rósir prýða bak Johansson en húðflúrið fræga nær nánast yfir allt bak hennar eins og sjá má á myndinni hér að neðan. 

Scarlett Johansson sýndi húðflúrið.
Scarlett Johansson sýndi húðflúrið. mbl.is/AFP

Hún sýndi ekki bara húðflúrið þar sem með henni í för var kærasti hennar, Colin Jost. Fyrst heyrðist af sambandi leikkonunnar við Saturday Night-grínistann fyrir tæpum tveimur árum. Akkúrat ár er síðan hún frumsýndi hann fyrst en það var einmitt líka á Avangers-mynd. 

Colin Jost og Scarlett Johansson.
Colin Jost og Scarlett Johansson. mbl.is/AFP
mbl.is