Tók á móti henni á náttfötum

Fyrsta áheyrnaprufa Charlize Theron var ekki góð.
Fyrsta áheyrnaprufa Charlize Theron var ekki góð. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron rifjaði upp fyrstu áheyrnaprufuna sem hún fór í útvarpsþætti Howard Stern. Theron var 18 eða 19 ára þegar atvikið átti sér stað og segir framleiðandann hafa verið afar óviðeigandi en hann sé enn stórt nafn í dag. Nokkrum árum síðar náði hún sér niður á honum. 

Theron var á þessum tíma fyrirsæta en vildi reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún var því ekki með umboðsmann og vissi ekki hvað væri eðilegt. Hún var boðuð heim til framleiðandans klukkan níu um kvöld á laugardagskvöldi þar sem hann tók á móti henni berfættum á náttfötum og var að drekka. 

Theron spurði hvort hún ætti ekki að lesa línurnar sínar en þá kom í ljós að framleiðandinn vildi bara „tala“. Hann settist nálægt henni og á einum tímapunkti snerti hann annað hné hennar. Leikkonan segist ekki hafa vitað hvað hún ætti að gera en kom sér út að lokum. 

Átta árum seinna var hún orðin fræg leikkona og sami framleiðandi bauð henni hlutverk. Segist hún hafa farið bara til þess að hitta hann. „Gaman að hitta þig,“ sagði Theron framleiðandann hafa sagt. „Nei við höfum hisst áður,“ svaraði þá Theron. „Hann mundi ekkert eftir þessu og meðframleiðandinn hans stóð við hliðina á honum. Hann varð vandræðalegur.“

„Vá ég man ekki eftir þessu,“ sagði Theron framleiðandann hafa sagt eftir að hún rifjaði upp allt sem gerst hafði á þessu laugardagskvöldi þegar hún var enn óreynd leikkona. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson