Ford og Hamill minnast Mahyew

Harrison Ford og Mark Hamill eru á meðal þeirra sem hafa minnst Peters Mayhew, sem lék Chewbacca í Star Wars, en hann lést í gær.

„Við vorum samstarfsmenn í kvikmyndum og vinir í yfir þrjátíu ár og ég mér þótti ákaflega vænt um hann,“ sagði Ford í yfirlýsingu.

„Hann lagði hjarta sitt og sál í persónuna og færði áhorfendurm Star Wars mikla ánægju. Chewbacca var mikilvægur hluti af vinsældum myndanna sem við gerðum saman.“

Mark Hamill, sem lék Luke Skywalker í myndunum, lýsti Mayhew sem blíðlyndum risa. „Hann var stór maður með jafnvel enn stærra hjarta sem fékk mig alltaf til að brosa og hann var einnig traustur vinur sem mér þótt mjög vænt um.“

George Lucas, skapari Star Wars og leikstjóri, sagði í yfirlýsingu sinni að Mayhew hafi verið „eins nálægt nokkurri manneskju til að vera Wookie: með stórt hjarta og blíður í eðli sínu…og ég lærði að leyfa honum alltaf að sigra“.

Mayhew, sem var 221 cm hár, lést á heimili sínu í Texas umkringdur ástvinum sínum, að því er kom fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans á Twitter-síðu leikarans.

„Hann lagði hjartað og sál sína í hlutverk Chewbacca og það sást í hverjum einasta ramma myndanna, þar á meðal í því hvernig hann hljóp, hvernig hann skaut úr lásaboganum sínum, á björtu og bláu augunum og hvernig hann hreyfði varlega höfuðið og munninn,“ sagði í yfirlýsingunni.

Peter Mayhew á frumsýningu Star Wars: The Force Awakens í …
Peter Mayhew á frumsýningu Star Wars: The Force Awakens í London. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson