Hvernig varð Chewbacca til?

Peter Mayhew árið 2015.
Peter Mayhew árið 2015. AFP

Peter Mayhew sem gerði garðinn frægan sem Chewbacca í Star Wars-myndunum í næstum fjörutíu ár, komst inn í kvikmyndabransann fyrir tilviljun. Þegar hann fékk hlutverkið rannsakaði hann birni og górillur í dýragarði.

Mayew lést í gær og hefur fjöldi samstarfsmanna hans vottað honum virðingu sína, þar á meðal leikarinn Harrison Ford.

Mayhew, sem fæddist í London, greindist ungur að árum með heilkenni sem veldur ofvexti og varð hann 218 sentímetra hár. Auk þess greindist hann með sjúkdóm sem nefnist Marfan Syndrome, að sögn BBC

Kvikmyndabransinn frétti fyrst af honum eftir að ljósmyndari í heimabæ hans birti ljósmynd sem hann tók af honum. Framleiðendur ævintýramyndarinnar Sinbad and the Eye of the Tiger réðu hann í hlutverk Minoton, sem var hálfur maður og hálft naut, í myndinni sem kom út árið 1977.

Mayhew hafði nákvæmlega það sem George Lucas, skapari Star Wars, þurfti á að halda þegar hann réð hann sem Chewbacca, þ.e. hæðina. Upphaflega átti Dave Prowse að fá hlutverkið en hann var í staðinn látinn leika sjálfan Svarthöfða.

Peter Mayhew gekkst undir aðgerð árið 2018 og var bundinn …
Peter Mayhew gekkst undir aðgerð árið 2018 og var bundinn hjólastól. AFP

Þegar Mayhew fékk hlutverkið hóf hann að rannsaka karakterinn með því að fylgjast með björnum, öpum og górillum í heimabæ sínum. „Persónan mín er í rauninni bangsi,“ sagði hann í viðtali við Rolling Stone árið 2015.  „Ég skal veðja við þig, ef þú horfir í kringum þig, hversu margir áttu bangsa þegar þeir voru litlir eða öryggisteppi? Chewie er einmitt það, hann passar upp á alla.“

Það eina sem sást af líkama Mahyew þegar hann var kominn í gervi Chewbacca voru augun hans. Hann gat því aðeins notað þau og líkamstjáninguna til að sýna tilfinningar.

Hið einkennandi öskur Chewbacca var búið til af hljóðhönnuðinum Ben Burtt sem safnaði saman hljóðum frá björnum, rostungum, ljónum, greifingjum og veikum dýrum.

Mayhew lék hinn 200 ára Wookie í fyrsta Star Wars-þríleiknum og lék persónuna svo í síðsta sinn í The Force Awakens í leikstjórn JJ Abrams.

Leikarinn gekst undir mænuaðgerð árið 2018 og gekk um með staf sem var í laginu eins og geislasverð. Hann stofnaði góðgerðarsamtökin The Peter Mayhew Foundation og skrifaði tvær bækur, Growing Up Giant og My Favorite Giant.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson