Spáð óvenjugóðum árangri

Flýgur Hatari upp úr undanúrslitunum?
Flýgur Hatari upp úr undanúrslitunum? Ljósmynd/Eurovision.tv/Andres Putting

Alþjóðlegir veðbankar telja það nánast öruggt að hljómsveitin Hatari komist áfram í úrslit Eurovision-söngvakeppninnar sem fer fram í Tel Aviv í Ísrael. Hatari stígur á svið í undanúrslitum 14. maí og samkvæmt veðbönkum verður Hatari einnig í úrslitum laugardaginn 18. maí.

Tíu af 17 lögum sem taka þátt í fyrri undanúrslitunum þriðjudaginn 14. maí komast í úrslitin. Vefsíðan Eurovision World tekur saman stuðla frá fjölda veðbanka en samkvæmt reikniformúlu þeirra hafnar íslenska atriðið í þriðja sæti á fyrra undankvöldinu og flýgur inn í úrslitin.

Gríska atriðið „Better Love“ með söngkonunni Katerine Duska og lagið „Replay“ með Tamta frá Kýpur eru talin líkleg áfram en samkvæmt Eurovision World eru 92% líkur á því að þessar grannþjóðir komist í úrslitin.

Þar á eftir kemur íslenska atriðið en 87% líkur eru sagðar á því að Hatari komist í úrslitin. Yrði það í fyrsta skipti í fimm ár sem íslenska atriðið kæmist í úrslit. Það gerðist síðast árið 2014 þegar Pollapönk fór í úrslit og hafnaði í 15. sæti.

Frændum okkar í Finnlandi er ekki spáð góðu gengi en einungis 15% líkur eru á því að lagið „Look Away“ komist í úrslitin.

Séu öll lögin skoðuð er Hatara spáð sjötta sæti, eins og áður. Fimm prósent líkur eru sagðar á því að Eurovision fari fram á Íslandi á næsta ári. Hollendingar eru taldir sigurstranglegastir en 26% líkur eru á því að „Arcade“ í flutningi Duncan Edwards standi uppi sem sigurvegari í Tel Aviv 18. maí. Næst þar á eftir eru lögin frá Rússlandi, Sviss, Ítalíu, Svíþjóð og svo íslenska lagið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler