HBO fjarlægir bollann

HBO hefur fjarlægt kaffibollann þættinum á streymisveitu sinni sem vakti …
HBO hefur fjarlægt kaffibollann þættinum á streymisveitu sinni sem vakti mikla athygli þegar nýjasti Game of Thrones þátturinn var frumsýndur á sunnudag. Ljósmynd/Twitter

Bolli? Hvaða bolli?

Einn umtalaðasti kaffibolli sem sést hefur í sjónvarpsþætti fyrr og síðar hefur verið fjarlægður. Um er að ræða einnota kaffibolla frá kaffi­húsa­keðjunni Star­bucks, sem sást í atriði í nýjasta Game of Thrones þættinum þar sem Daenerys Targ­aryen sat við borð í sam­kvæmi (nánar tiltekið á mínútu 17:38). 

Aðdáendur þáttanna töluðu varla um annað eftir þáttinn og hafa framleiðendur þáttanna, HBO, viðurkennt að bollinn hafi verið á tökustað fyrir mistök, en gerðu á sama tíma góðlátlegt grín af öllu saman.

Nú, 48 klukkustundum frá því að þátturinn var frumsýndur, hefur bollinn verið fjarlægður úr þættinum á streymisveitu HBO. Þetta staðfestir talskona HBO í samtali við The New York Times. 

Það breytir því hins vegar ekki að aðdáendur þáttanna munu seint gleyma kaffibollanum og hafa samfélagsmiðlanotendur keppst við að nýta sér bollann til að glæða Twitter og fleiri samfélagsmiðla lífi. Sem dæmi má nefna þessa örmyndasögu eftir Sephko þar sem Daenerys, sem ber ótal titla, kemur starfsmanni Starbucks í klípu þegar hann spyr hana að nafni.


mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu ró þinni á hverju sem gengur og líttu bara á björtu hliðar tilverunnar. Hafðu þó engar áhyggjur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu ró þinni á hverju sem gengur og líttu bara á björtu hliðar tilverunnar. Hafðu þó engar áhyggjur.