RÚV kannast ekki við bollann

RÚV kannast ekki við bollann í stiklunni.
RÚV kannast ekki við bollann í stiklunni. Skjá­skot úr stiklunni frá HBO

Kaffibolli merktur Ríkisútvarpinu sem birtist í stiklu úr þáttum framleiðslufyrirtækisins HBO, Succession, virðist ekki framleiddur í samráði við fjölmiðilinn en enginn sem tal náðist af við vinnslu fréttarinnar kannaðist við bollann.

Dagskrárdeild Ríkisútvarpsins staðfestir í samtali við mbl.is að nýjasta útlit kennimerkis RÚV prýði bollann í stiklunni. Er lögun bollans þó ólík lögun þeirra bolla sem fyrirtækið hefur í gegnum tíðina merkt með kennimerki sínu. Líkist bollinn ekki gestabollum sem áður voru í umferð hjá fyrirtækinu né bollum starfsmanna.

„Þessi tegund af bollum hefur aldrei verið hér í umferð,“ staðfestir Erna Kettler, dagskrárstjóri RÚV, sem kannaði málið. 

Bollinn er greinilega merktur kennimerki RÚV.
Bollinn er greinilega merktur kennimerki RÚV. Skjá­skot úr stiklunni frá HBO

Virðast þessar upplýsingar benda til þess að bollinn hafi verið sérlega hannaður fyrir bandarísku sjónvarpsþættina. Ekki liggur þó fyrir á þessari stundu hvert hlutverk RÚV verður í þáttunum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu þig á því að einblína ekki svo mikið á praktíska hluti, að þú missir sjónar á gleði þinni og sköpunargáfu. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber líka að virða.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu þig á því að einblína ekki svo mikið á praktíska hluti, að þú missir sjónar á gleði þinni og sköpunargáfu. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber líka að virða.