Íslenska lagið eitt það versta

Framlag Íslands til Eurovision á ekki beinlínis upp á pallborðið hjá norska dagblaðinu Aftenposten sem telur lagið „Hatrið mun sigra“ með hljómsveitinni Hatara eitt af sjö verstu lögunum sem boðið er upp á í keppninni þetta árið.

Blaðamaður Aftenposten fjallar um málið í blaðinu í dag undir fyrirsögninni „Sjö verstu lögin“, en auk íslenska lagsins eru lög Portúgals, Norður-Makedóníu, Ástralíu, Lettlands, Finnlands og Þýskalands sögð á meðal þeirra verstu í keppninni.

Fram kemur í umsögninni um „Hatrið mun sigra“ að persónulega þyki blaðamanninum einkennilegt að veðja á slík skilaboð en Ísland hafi oft boðið upp á eitthvað... öðruvísi. Tónlistin minni á reiða, en á sama tíma dauflega, útgáfu af bandarísku hljómsveitinni Nine Inch Nails eða þýsku sveitinni Rammstein.

Þá segir blaðamaðurinn að hugsanlega kunni BDSM-klæðnaður Hatara að höfða til einhverra aðdáenda sveitarinnar en varla til breiðs hóps fólks.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant