Svaraði með furðulegum kokhljóðum

Klemens Hannigan, annar söngvara Hatara, og Felix Bergsson, fararstjóri íslenska …
Klemens Hannigan, annar söngvara Hatara, og Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, á blaðamannafundinum í kvöld. Við hliðina á Klemens situr ástralski keppandinn, Kate Miller-Heidke. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum þakklát fyrir tækifærið,“ sagði Klemens Hannigan, annar söngvara Hatara, á blaðamannafundi eftir að ljóst varð að Hatari komst í úrslit Eurovision í kvöld. Klemens og Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, voru brosmildir á fundinum.

Klemens svaraði með furðulegum kokhljóðum þegar kynnir kvöldsins kynnti Hatara á fundinum. Hljóðin vöktu kátínu fjölmiðlafólks í salnum.

„Allt er samkvæmt áætlun og við erum einu skrefi nær hruni kapítalismans,“ bætti Klemens við áður en hann þakkaði nánast öllum mögulegum fyrir stuðninginn. 

Sigurvegarar kvöldsins á sviðinu í Tel Aviv.
Sigurvegarar kvöldsins á sviðinu í Tel Aviv. AFP

Klemens var spurður að því hvaða þýðingu það hefði fyrir Hatara að komast í úrslit og hvort það yrðu gerðar einhverjar breytingar á atriðinu fyrir úrslitin:

„Mér finnst erfitt að svara þessari spurningu án þess að vera of pólitískur. Ég myndi vilja svara þér heiðarlega en mér finnst að það gæti verið of umdeilt vegna aðstæðna.“

Klemens var spurður hvaða þýðingu það hefði fyrir Hatara að vera hluti af Eurovision. Klemens svaraði því til að hatur væri að aukast í Evrópu en enginn gæti neitað því. „Það er mikilvægt að við sameinumst og við munum elska og finna leið fyrir frið. Annars mun hatrið sigra.“

Á blaðamannafundinum var einnig dregið um hvort Hatari komi fram á úrslitunum fyrri eða seinni hluta kvöldsins, þar sem 26 lög keppast um að vinna Eurovision. Klemens dró um það og ljóst er að Hatari kemur fram í seinni hlutanum. Sérfræðingar telja líklegt að Hatari endi kvöldið á laugardaginn vegna þess að það þykir gott að enda keppnina á hvelli.


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant