Madonna treður ekki upp án samnings

Jon Ola Sand sagði ekkert fast í hendi um Madonnu …
Jon Ola Sand sagði ekkert fast í hendi um Madonnu á blaðamannafundi í gær. Skjáskot

„Ef enginn undirritaður samningur liggur fyrir í vikunni, stígur hún ekki á svið. Svo einfalt er það,“ sagði Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, á blaðamannafundi í Tel Aviv í gær. Efasemdir hafa vaknað um það hvort Madonna troði á endanum upp á lokakvöldi Eurovision 18. maí.

„Við erum í svolítið skrýtinni stöðu,“ segir Sand. „Svoleiðis er það að við, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, höfum aldrei staðfest að Madonna sé að koma. Sumir hafa gert það í okkar nafni, sem hafa ekki haft leyfi til þess, en við höfum ekki gert það,“ sagði hann.

Sand segir að verið sé að reyna að komast að niðurstöðu í tæka tíð og að viðræður standi áfram yfir við Madonnu. „Okkur þætti mjög vænt um að hún stigi á svið í Eurovision og við myndum taka vel á móti henni en til þess þurfum við að vera með umgjörðina á hreinu,“ sagði hann.

Madonna átti að koma fram á lokakvöldi Eurovision en nú …
Madonna átti að koma fram á lokakvöldi Eurovision en nú er tvísýnt um það. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson