Allt samkvæmt áætlun í Júró-landi í gærkvöldi

Auðvitað flaug okkar fólk upp úr fyrri undanriðlinum í Eurovision-söngvakeppninni hér í Tel Aviv í gærkvöldi. Auðvitað segi ég núna og læt eins og ég hafi verið sallarólegur yfir þessu öllu saman. Það er allt saman haugalygi.

Tilfinningin í blaðamannaaðstöðunni á meðan keppnin fór fram í gærkvöldi var svipuð og þegar ég var staddur á leik Íslands og Englands á Evrópumótinu í knattspyrnu fyrir þremur árum. Blanda af spennu, stressi og ógleði. Í lokin var gleðin síðan ósvikin.

Það verður að segjast alveg eins og er að seinni undanriðillinn í keppninni í ár er mun sterkari. Þar eru til að mynda framlög Svíþjóðar, Rússlands og Hollands sem sérfræðingar telja sigurstranglegust í ár. Það hefði því verið reginhneyksli ef Hatari hefði ekki komist áfram í úrslitin.

Að venjast laginu

Spurningin er núna hvernig Evrópubúar venjast laginu í vikunni. Ef ég miða við persónulega reynslu fólks í kringum mig þá hljómaði lagið „Hatrið mun sigra“ vel í fyrstu hlustun en enn betur næstu skipti. Hugurinn fer á flug og allt í einu erum við komin í Kórinn næsta vor þar sem Gísli Marteinn býður fólk velkomið á „Eurovision Song Contest in Reykjavík“ og allt verður brjálað í Kópavogi.

Vonum það besta

Ég geri nú ekki ráð fyrir því að Hatari vinni Eurovision, jafnvel þótt Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara hljómsveitarinnar, hafi sagt það markmiðið í viðtali við mig eftir dómararennslið á mánudagskvöld. Skiljanlega er það markmiðið, enginn fer í keppni til að tapa, en sem stuðningsmaður Tottenham veit ég vel að oftast stendur mitt lið ekki uppi sem sigurvegari. Ég er vanur miklum væntingum og vonbrigðum í kjölfarið. Samt er ég ekki að segja að það verði vonbrigði ef Hatari endar til að mynda í fimmta sæti í úrslitunum en hvet samt alla til að vona það besta og búast við hinu versta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson