„Hún er ekki vandamálið“

Seth Rogen er á því að Charlize Theron sé ekki …
Seth Rogen er á því að Charlize Theron sé ekki vandamálið þegar kemur að samböndum. Hér eru þau á frumsýningu kvikmyndarinnar Long Shot sem væntanleg er í kvikmyndahús í júní á þessu ári. mbl.is/AFP

Útvarpsmaðurinn Howard Stern hefur lag á því að fá fólk til að tjá sig um ólíklegustu hluti. Nýverið fékk hann leikarana Charlize Theron og Seth Rogen í heimsókn í þáttinn sinn. Þau ræddu kvikmyndina Long Shot þar sem Theron leikur framakonu í Hvíta húsinu sem ræður til sín gamlan vin til að fríska upp á ræðurnar sínar. 

Stern spyr Theron um lífið sitt og hún svarar því til að hún lifi mjög einföldu lífi. 

„Ég bý í húsi sem ég hef búið í ein 25 ár,“ segir Theron og Stern svarar snöggur upp á lagið að það sé ekki gott. 

„Ég á eitt hús og er ekki með mikið af starfsfólki í kringum mig. Ég keypti hús handa mömmu minni og ég lifi mjög einföldu lífi,“ segir Theron.

„Hverjum ætti Charlize Theron að vera með? Seth Rogen, þú þekkir hana vel. Þið hafið leikið saman í kvikmynd. Þú ert ef til vill best til þess fallinn að finna fyrir hana mann?“ spyr Stern og beinir sjónum að Rogen.

„Ég hef ekki hugmynd. Ég gæti aldrei valið fyrir hana mann. Ég veit samt að hún er ekki vandamálið,“ segir Rogen og reynir að koma sér hjá því að svara þessari vandræðalegu spurningu.

Theron líður greinilega ekki vel með hvert umræðurnar eru að fara þar sem hún segir að þátturinn sé hvorki staður né stund fyrir þessar umræður.

Kvikmyndin Long Shot er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi 21. júní næstkomandi og lofar góðu ef marka má kynningarmyndband kvikmyndarinnar. 

Rogen hefur nýverið skrifað bók um endurkomu sína þar sem hann segist breyttur maður og ekki lengur með fíkn í fólk. Nýir þættir hans sýna að hann er á öðrum nótum, en áhugi hans á fólki er hvergi nærri horfinn ef marka má efnið sem hann gefur út frá sér.

Úrvarpsmaðurinn snjalli má þó eiga það að hann er fær í að fá fólk til að ræða hluti við sig sem það forðast að ræða við marga aðra.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samningaviðræður þínar við vini þína geta tekið óvænta stefnu í dag. Engum kemur við hvernig þú verð tíma þínum. Ekki láta aðra stjórna þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samningaviðræður þínar við vini þína geta tekið óvænta stefnu í dag. Engum kemur við hvernig þú verð tíma þínum. Ekki láta aðra stjórna þér.