McAdams sem íslensk söngkona í Eurovision

Rachel McAdams.
Rachel McAdams. AFP

Bandaríska leikkonan Rachel McAdams, sem meðal annars er þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Notebook og Spotlight, er nú stödd á Eurovision-keppninni í Tel Aviv í Ísrael þar sem hún undirbýr sig fyrir heldur óvenjulegt hlutverk.

McAdams mun leika söngkonu í nýrri mynd Will Ferrell sem ber hið einfalda heiti „Eurovision.“ Hún mun ekki aðeins leika söngkonu, heldur söngkonu frá Íslandi sem tekur þátt í keppninni.

„Ég varð að stökkva á þetta, mér finnst þetta vera tækifæri lífs míns,“ segir McAdams við Variety, en hún var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Spotlight.

Will Ferrell er bæði handritshöfundur og leikur aðalhlutverk myndarinnar, en hún er framleidd í samstarfi við Netflix.

Ísland kemur greinilega mikið við sögu í nýrri Eurovision mynd.
Ísland kemur greinilega mikið við sögu í nýrri Eurovision mynd. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.