Munaði aðeins tveimur stigum

Hatari var á meðal þeirra 10 efstu sem komust áfram ...
Hatari var á meðal þeirra 10 efstu sem komust áfram í gær. Ekki hefur verið gefið upp í hvaða sæti Ísland lenti eftir fyrra undankvöldið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovison, greinir frá því í færslu á Twitter að aðeins hafi munað tveimur stigum á þeim sem hafnaði í tíunda sæti og því ellefta á fyrra undankvöldinu sem fór fram í gærkvöldi.

Sautján þjóðir tóku þátt en aðeins 10 efstu komust áfram í úrslitin, sem fara fram á laugardaginn.

Hann segir að dómarar og almenningur hafi verið sammála um 8 af þeim 10 sem komust áfram í gær. 

„Þitt atkvæði skiptir máli,“ segir Sand.mbl.is