Hatari í Good Morning Britain

Rich­ard Arnold með þrem­ur liðsmönn­um Hat­ara.
Rich­ard Arnold með þrem­ur liðsmönn­um Hat­ara. Skjá­skot/​ITV

Framlag Íslands í Eurovision þetta árið hefur vakið umtalsverða athygli, ekki bara á samfélagsmiðlum, heldur líka í erlendum fjölmiðlum, en líkt og þekkt er orðið þá komst Ísland upp úr undanriðlinum í gær í fyrsta skipti frá 2015.

Breska  ITV sjónvarpsstöðin er meðal þeirra miðla sem tekið hafa viðtal við Hatara og var birt viðtal við liðsmenn Hatara í morgunþættinum Good Morning Britain í morgun. Þar ræðir sjónvarpmaðurinn Richard Arnold við þá Klemens Hannigan og Matth­ías­ Tryggva Har­alds­son um boðskap sveitarinnar um að hatrið muni hafa betur sameinist fólk ekki á friðsælan hátt.

Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, vakti þó ekki síður athygli Arnold, sem vakti máls á því að Einar væri sonur sendiherra Íslands í Bretlandi og vakti sú tenging greinilega kátínu sjónvarpsfólksins á settinu heima í Bretlandi.

Líkt og fleiri fjölmiðlamenn reyndi Arnold að fá hann til að tjá sig. „Ég held að öryggisorðið hans sé 12 stig,“ sagði Arnold er hann gafst upp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson