Hatari í Good Morning Britain

Rich­ard Arnold með þrem­ur liðsmönn­um Hat­ara.
Rich­ard Arnold með þrem­ur liðsmönn­um Hat­ara. Skjá­skot/​ITV

Framlag Íslands í Eurovision þetta árið hefur vakið umtalsverða athygli, ekki bara á samfélagsmiðlum, heldur líka í erlendum fjölmiðlum, en líkt og þekkt er orðið þá komst Ísland upp úr undanriðlinum í gær í fyrsta skipti frá 2015.

Breska  ITV sjónvarpsstöðin er meðal þeirra miðla sem tekið hafa viðtal við Hatara og var birt viðtal við liðsmenn Hatara í morgunþættinum Good Morning Britain í morgun. Þar ræðir sjónvarpmaðurinn Richard Arnold við þá Klemens Hannigan og Matth­ías­ Tryggva Har­alds­son um boðskap sveitarinnar um að hatrið muni hafa betur sameinist fólk ekki á friðsælan hátt.

Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, vakti þó ekki síður athygli Arnold, sem vakti máls á því að Einar væri sonur sendiherra Íslands í Bretlandi og vakti sú tenging greinilega kátínu sjónvarpsfólksins á settinu heima í Bretlandi.

Líkt og fleiri fjölmiðlamenn reyndi Arnold að fá hann til að tjá sig. „Ég held að öryggisorðið hans sé 12 stig,“ sagði Arnold er hann gafst upp.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við misskilningi í samskiptum þínum við yfirmenn í dag. Ekki óttast neikvætt umtal, þú veist sannleikann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við misskilningi í samskiptum þínum við yfirmenn í dag. Ekki óttast neikvætt umtal, þú veist sannleikann.