Sér mest eftir viðtalinu við Robin Williams

Howard Stern segir að hann sé breyttur maður og hann …
Howard Stern segir að hann sé breyttur maður og hann sjái mest af öllu eftir viðtalinu sem hann tók við Robin Williams á sínum tíma.

Útvarpsmaðurinn Howard Stern hefur unnið úr mörgu að undanförnu og skilgreinir sig um þessar mundir sem fíkil í fólk, en í bata. Þetta kemur fram á vefsvæði New York Post

Samkvæmt greininni ættu allir sem geta að forðast að hlusta á gömul viðtöl sem útvarpsstjarnan góðkunna tók á sínum tíma. 

„Ég var algjörlega manískur fyrstu áratugina mína í starfi. „Narsasismi“ minn var svo sterkur að mér var ógerlegt að setja mig í spor annarra eða að upplifa það sem aðrir gengu í gegnum. Ég sé eftir svo mörgu sem ég gerði á þessum tíma. Ég spurði Gilda Radner hvort Gene Wilder væri með stórt typpi?“

Stern sem er orðinn 65 ára að aldri segist sjá eftir mörgu sem hann gerði hér á árum áður, en þó mest eftir viðtalinu sem hann átti við leikarann Robin Williams. 

„Ég sé mest eftir viðtalinu við Robin Williams þar sem ég spurði leikarann út í ástæðuna fyrir því að hann fór frá eiginkonu sinni fyrir fyrrverandi barnfóstru sonar síns.“

View this post on Instagram

Comment "Robin" in your language 😊

A post shared by Robin Williams (@robinwilliams) on Feb 10, 2019 at 10:21am PST

Ástæðan fyrir þessari breyttu afstöðu Stern er sú að í lok tíunda áratugarins hóf hann að fara í ráðgjöf. Í dag er hann hamingjusamlega giftur, hann málar og kemur ágætlega saman við útgáfustjórann sinn svo dæmi séu tekin. Hann gaf nýverið út bókina Howard Stern Comes Again. 

„Eiturlyf eru ekki mitt vandamál, heldur fólk. Ég gerði allt til að fá viðurkenningu og athygli fólks. Í raun var ég háður athyglinni. Ég hef verið með þessa tómleikatilfinningu sem ég hef síðan fyllt með fólki. Það er enginn munur á þeim sem er háður áfengi, eiturlyfjum eða fólki. Batinn hefur verið að finna þetta heilbrigða jafnvægi í lífinu.“

Á tímabili óttaðist Stern um líf sitt en betur fór en á horfðist um tíma. „Það voru líkur á því að ég væri með krabbamein sem síðar kom í ljós að var ekki. Þá fékk ég svigrúm til að skoða hvaða mann ég hefði að geyma og hvað ég vildi skilja eftir mig í þessari veröld. Hvernig orðspor mitt yrði og hvernig ég gæti náð betur til þeirra sem ég hafði ekki náð til áður.“

Það tók útvarpsmanninn Howard Stern 20 ár að skrifa bókina …
Það tók útvarpsmanninn Howard Stern 20 ár að skrifa bókina Howard Stern Comes Again.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samningaviðræður þínar við vini þína geta tekið óvænta stefnu í dag. Engum kemur við hvernig þú verð tíma þínum. Ekki láta aðra stjórna þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samningaviðræður þínar við vini þína geta tekið óvænta stefnu í dag. Engum kemur við hvernig þú verð tíma þínum. Ekki láta aðra stjórna þér.