Það er ekki nóg að vera vinur Oprah

Fatahönnuðurinn Michael Costello og fjölmiðlakonan Oprah Winfrey eru góðir vinir.
Fatahönnuðurinn Michael Costello og fjölmiðlakonan Oprah Winfrey eru góðir vinir.

„Ég mun halda minni stöðu þótt Instagram deyi á morgun,“ segir fatahönnuðurinn Michael Costello sem er frá sér numinn eftir að vera dæmdur fyrir Instagram-reikning sinn en ekki raunverulega velgengni í lífinu. 

Michael Costello, sem er hönnuður fræga fólksins, hefur hannað kjóla fyrir Jennifer Lopez, Kim Kardashian West, Oprah Winfrey, Céline Dion, Toni Braxton, Suzanne Somers, Faye Dunaway og Florence Henderson svo fáeinir séu nefndir.

Oprah Winfrey er svo hrifin af honum að hún færði honum pizzu á eins árs afmæli verslunar hans í Los Angeles. Þetta kom fram á vefsvæði Oprah-tímaritsins í fyrra.

Þrátt fyrir þetta virðist Costello ekki eiga upp á pallborðið hjá ónefndu hóteli í Orlando sem vísaði honum frá þar sem hann væri ekki nógu „sterkur“ á Instagram. 

Í umfjöllun sinni um þetta segir Costello m.a. að hann hafi verið í áfalli eftir að hafa fengið höfnun frá hótelinu. „Markaðsmanneskja hótelsins sagði að það væri af því að ég væri ekki með nógu mikið fylgi á Instagram og væri því ekki velkominn á hótelið.

Í fyrsta lagi fékk ég ekki tækifæri til að ræða hvað gistingin kostaði mig. Ég var svo sannarlega ekki að biðja um að fá gistinguna mér að kostnaðarlausu. Ég á erindi til Orlando og er með fjármuni til að eyða í þeirri ferð.

Í öðru lagi velti ég því fyrir mér hvenær við byrjuðum að verðmeta velgengni fólks á stöðu þeirra á samfélagsmiðlum?“

Hann segist ekki vera manneskja sem tali um verkefnin sín. „Ég er hins vegar mjög þakklátur fyrir velgengni mína og að ég hafi haft tækifæri á að vinna að vörumerki mínu frá því ég var fimmtán ára að aldri. Ég á feril sem nær út fyrir Instagram. Jafnvel þótt Instagram deyi á morgun, munu viðskipti mín blómstra áfram. 

Ástríða mín er fólgin í því að láta alls konar konur upplifa sig fallegar. Mér þykir leitt að ég er ekki samfélagsmiðla-stjarna eða að gera fræðslumyndbönd í svefnherberginu mínu. Ekki svo að skilja að ég standi ekki með fólki sem er frægt á samfélagsmiðlum. En að hafna mér um hótel þar sem ég er ekki með nógu margar birtingar á samfélagsmiðlum, af því ég geri ekki förðunarmyndbönd á reikningi mínum er fáránlegt!

View this post on Instagram

@jlo ❤️💕

A post shared by M I C H A E L C O S T E L L O (@michaelcostello) on Mar 3, 2019 at 7:54pm PST

Það er ótrúlega sorglegt að búa í heimi sem þar sem fólk byggir ákvarðanir sínar á hversu margir bregðast við myndunum þínum á samfélagsmiðlum.“

Þess má geta að Michael Costello er með 1,4 milljónir fylgjenda á Instagram. 

View this post on Instagram

I was shocked to receive an email, rejecting my stay at a hotel in Orlando. A representative from the marketing team responded and said that it was because my Instagram engagement was too low, therefore I’m not welcomed at the hotel. I was shocked to receive the email because first of, I was NOT expecting a free stay at all, and the representative rejected my stay prior to me even having a chance to inquire about rates!! I was supposed to be in Orlando for a special project and there is a budget for my stay. And second of all, since when did we base an individual’s worth… someone’s career success or personal evaluation or profile based SOLELY on Instagram stats?! This is absolutely ridiculous. I am very grateful for all the incredible opportunities I’ve had in my life, from dressing stars like Beyoncé, JLO, Ariana Grande, to receiving a Star on the Palm Springs Walk of Fame to Oprah surprising me at my party. Now I’m not the type of person to name-drop people I’ve worked with, or projects I’m involved in, but I’m very proud that I have a business IN fashion and have been working on the Michael Costello brand since the age of 15! I have a career beyond Instagram… even if Instagram dies tomorrow, I will still have a full-thriving business. My passion is to make women of all sizes and backgrounds feel beautiful, and I’m sorry I’m not a Youtuber or Influencer making tutorials in my bedroom , office or studio AND TO ADD I FULLY SUPPORT youtubers influencers and all artist who use social media to showcase there incredible skills and talent, but I have a full functioning business and my influence spans across television, social media, and more! It is wrong for this hotel for unaccommodating me just because of a few posts on IG! I’m literally shocked from my source telling me that my page is not engaging and i don’t even have any tutorials about make up on my page . So sad we live in a world to where people make decisions on how many comments you get on a post!

A post shared by M I C H A E L C O S T E L L O (@michaelcostello) on May 14, 2019 at 9:30pm PDT

View this post on Instagram

@kyliejenner #kyliejenner wearing custom COSTELLO styled by @jilljacobsstudio

A post shared by M I C H A E L C O S T E L L O (@michaelcostello) on Feb 9, 2019 at 7:03pm PST

View this post on Instagram

The Always Fabulos @krisjenner celebrating my beautiful friend @anastasiabeverlyhills tonight in Los Angeles

A post shared by M I C H A E L C O S T E L L O (@michaelcostello) on Sep 28, 2018 at 1:49am PDT


mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við misskilningi í samskiptum þínum við yfirmenn í dag. Ekki óttast neikvætt umtal, þú veist sannleikann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við misskilningi í samskiptum þínum við yfirmenn í dag. Ekki óttast neikvætt umtal, þú veist sannleikann.