Britney snýr ekki aftur í bráð

Ekki er víst hvort eða hvenær Britney Spears snúi aftur.
Ekki er víst hvort eða hvenær Britney Spears snúi aftur. mbl.is/AFP

Söngkonan Britney Spears mun ekki snúa aftur á svið í Las Vegas en söngkonan átti upphaflega að snúa aftur í febrúar. Umboðsmaður söngkonunnar, Larry Rudolph, efast um sviðsframtíð söngkonunnar í viðtali við TMZ

Faðir Spears veiktist fyrir áramót og í kjölfarið fór Spears í meðferð vegna andlegrar heilsu sinnar en Rudolph segir að lyf hennar hafi hætt að virka. Var hún búin að æfa upp tvo þriðju hluta tónleikadagskrárinnar þegar faðir hennar veiktist. 

„Mér skilst að hún sé ekki að fara aftur á svið í Vegas, ekki í nálægri framtíð né nokkurn tímann aftur,“ sagði Rudolph. 

„Síðasta sumar þegar hún vildi fara á túr hringdi hún í mig á hverjum degi. Hún var spennt. Hún hefur ekki hringt í mig mánuðum saman,“ sagði Rudolph og sagði það skýrt að Spears vildi ekki koma fram á tónleikum núna. 

„Ég vil ekki að hún vinni aftur fyrr en hún er tilbúin líkamlega, andlega og með ástríðu. Ef sá tími kemur aldrei aftur þá kemur hann aldrei aftur. Ég hef enga löngun eða getu til að láta hana vinna aftur. Ég er bara hér fyrir hana þegar hún vill vinna. Og ef hún vill aldrei gera það aftur er ég ekki hér til að segja henni að það sé góð hugmynd eða slæm hugmynd.“

Britney Spears.
Britney Spears. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant