Hatari færist ofar í veðbönkum

Veðbankar spá Hatara ofarlegra á úrslitakvöldinu eftir að sveitin komst ...
Veðbankar spá Hatara ofarlegra á úrslitakvöldinu eftir að sveitin komst áfram á þriðjudag. Frá því á mánudag hefur Ísland hækkað um fimm sæti hjá helstu veðbönkum, úr tíunda í það fimmta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Liðsmenn Hatara mjakast hægt en örugglega upp töfluna hjá veðbönkum fyrir úrslitakvöld Eurovision á laugardagskvöld. Hatari flakkar nú á milli fimmta og sjötta sætis á síðunni Eurovisionworld sem safnar saman vinningslíkum hjá hinum ýmsu veðbönkum.

Hatari var í 10. sæti hjá veðbönkum á þriðjudag, fyrir undankeppnina, en hefur skotist hæst upp í fimmta sæti frá því að sætið í úrslitunum varð ljóst. Í dag hafa svo hinn ítalski Mahmood og Hatari skipst á að vera í fimmsta og sjötta sætinu. Líkurnar á að Ísland vinni Eurovision hafa á sama tíma minnkað örlítið, úr 6% í 4%.

Hollendingar eru enn taldir sigurstranglegastir og hafa vinningslíkur þeirra aukist úr 27% í 37% síðasta sólarhringinn. Á eftir þeim koma Svíar en þessi tvö lönd taka þátt í seinni undankeppninni í kvöld. Áströlum, sem komust áfram í úrslit á þriðjudag líkt og Ísland, er spáð þriðja sæti og Rússum fjórða.

Úrslit Eurovisi­on fara fram á laug­ar­dags­kvöldið líkt og fyrr segir og kemur Hat­ari fram í seinni hluta keppn­inn­ar. Það skýrist svo í kvöld, eftir seinni undankeppnina, hvar í röðinni sveitin verður nákvæmlega.

Spá veðbanka tveimur dögum fyrir úrslitakvöld Eurovision. Ísland hefur hæst ...
Spá veðbanka tveimur dögum fyrir úrslitakvöld Eurovision. Ísland hefur hæst verið spáð fimmta sæti. Skjáskot/Eurovisionworld

 Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is