Sjáðu OMAM hjá Fallon

Of Monsters And Men eru farin að láta í sér ...
Of Monsters And Men eru farin að láta í sér heyra að nýju. Ljósmynd/Meredith Truax

Hljómsveitin Of Monsters and Men kom fram í þætti Jimmy Fallon á NBC sjónvarpsstöðinni í gær til að kynna væntanlega plötu sína Fever Dream sem kemur út þann 26. júlí. Sveitin flutti rokkslagarann „Alligator“ sem kom út fyrir skömmu og það er ljóst að þeir sem munu sjá sveitina á Iceland Airwaves í haust eiga von á góðu því þau líta út fyrir að vera í fantaformi.

mbl.is