Grumpy Cat allur

Grumpy Cat naut mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum.
Grumpy Cat naut mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. AFP

Fúllyndi kötturinn Grumpy Cat er nú allur. Eigandi Grumpy, sem var sannkölluð samfélagsmiðlastjarna, greindi frá þessu á Twitter í dag.

Sagði hún Grumpy, sem var sjö ára gömul læða, hafa verið í fangi sínu þegar hún skildi við sl. þriðjudag.

„Þrátt fyrir ummönnun frá hæfu fagfólki, sem og umönnun ástríkrar fjölskyldu, þá komu upp vandamál hjá Grumpy er hún fékk nýlega þvagfærasýkingu sem því miður reyndist of alvarleg til að hún gæti sigrast á henni,“ segir í færslunni.

Grumpy hafi ekki bara verið ástæll fjölskyldumeðlimur heldur hafi hún líka komið milljónum manna um heim allan til að brosa er þeir áttu erfitt. „Andi hennar mun lifa áfram í gegnum aðdáendur hennar alls staðar,“ segir í færslu fjölskyldunnar.

Grumpy Cat var með meira en 2,4 milljónir fylgjendur á Instagram og 1,5 milljónir fylgjendur á Twitter. Hún hét upphaflega Tardar Sauce, en fékk síðar nafnið Grumpy vegna fúllynds andlitsvipar síns sem jafnframt skaut henni upp á stjörnuhimininn.

Grumpy var með eigin framkvæmdastjóra og áætlaði hann að Grumpy hefði aflað fjölskyldu sinna um 100 milljónir dollara í tekjur, að því er breska dagblaðið Independent greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson