Hatari tekur yfir Þjóðleikhúsið

Matthías Tryggvi Haraldsson.
Matthías Tryggvi Haraldsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara, hefur tekið að sér að skrifa leikverk ætlað til sýninga í Þjóðleikhúsinu fyrir 8-10 bekk grunnskóla. Matthías útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2018 og er þetta hans fyrsta verkefni fyrir Þjóðleikhúsið.

Þjóðleikhúsið mun bjóða nemendum upp á sýninguna þeim að kostnaðarlausu og ríkir mikil eftirvænting fyrir þessu verkefni.

„Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni enda er Matthías gríðarlega hæfileikaríkur og spennandi höfundur og frammistaða hans með Hatara hefur að öllum líkindum gert hann enn meira spennandi fyrir þennan tiltekna aldurshóp. Það er okkur mikilvægt að geta boðið öllum aldurshópum upp á spennandi verkefni.“ segir Atli Þór Albertsson markaðsstjóri leikhússins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á skömmum tíma sem leiðir Eurovision framlags Íslendinga og Þjóðleikhússins skarast því búningahönnuður Hatara, Karen Briem, hannaði einnig búninga í sýningu leikhússins Jónsmessunæturdraumi sem sýnd er á stóra sviðinu um þessar mundir.

Matthías Tryggvi Haraldsson er staddur í Ísrael akkúrat núna.
Matthías Tryggvi Haraldsson er staddur í Ísrael akkúrat núna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.