Vilja að áttunda serían verði endurskrifuð

Jon Snow og Daenerys Targaryen.
Jon Snow og Daenerys Targaryen.

Mikil óánægja ríkir með áttundu seríuna af Krúnuleikunum, eða Game of Thrones og hafa aðdáendur þáttanna nú brugðið á það ráð að krefjast þess að hún verði endurskrifuð. 

Um 775 þúsund manns hafa skrifað undir áskorunina á change.org þegar þetta er skrifað en áskorunin er vinsæl. Á change.org stendur að höfundar þáttaraðarinnar, David Benioff og D.B. Weiss, hafi sýnt að þeir séu ófærir um að skrifa þætti þegar þeir hafa ekki bækurnar til að styðjast við. Þar segir einnig að þessi saga eigi almennilegan enda skilið og því er farið fram á að áttunda sería verði endurskrifuð.

skjáskot

Fyrstu sjö seríurnar af Game of Thrones byggja á samnefndri bókaröð en sú áttunda er framhald af þeim. Höfundur bókanna George R. R. Martin hefur ekki lokið við að skrifa síðustu bókina og því geta höfundar þáttanna ekki stuðst við hana í skrifunum. Síðasti þátturinn í seríunni verður sýndur á sunnudagskvöldið í Bandaríkjunum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það háir þér hvað þú þráir að kaupa einhvern fjandann í dag. Njóttu þess með ástvinum þínum því þú hefur svo sannarlega unnið fyrir því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það háir þér hvað þú þráir að kaupa einhvern fjandann í dag. Njóttu þess með ástvinum þínum því þú hefur svo sannarlega unnið fyrir því.