Zuckerberg sagður á Íslandi

Mark Zuckerberg stofnandi Fecebook, er sagður vera hér á landi.
Mark Zuckerberg stofnandi Fecebook, er sagður vera hér á landi. AFP

Samkvæmt heimildum mbl.is er Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, staddur hér á landi ásamt konu sinni, Priscillu Chan.

Í samtali við mbl.is segir Karl Ólafur Hallbjörnsson, nýúskrifaður heimspekingur, að hann hafi séð til Zuckerbergs og Chan fyrir utan Café Paris í Austurstræti fyrr í kvöld.

Þá hefur mbl.is einnig fengið spurnir af því að hjónakornin hafi verið stödd á Þingvöllum fyrr í dag. 

Líklegt má telja að Zuckerberg og Chan séu stödd hér á landi í fríi en þau eiga sjö ára brúðkaupsafmæli eftir tvo daga, 19.maí, og voru fyrir skömmu stödd í Grikklandi í tilefni þess. 

Sömuleiðis er stutt síðan þau nutu lífsins í París. mbl.is