Zuckerberg sagður á Íslandi

Mark Zuckerberg stofnandi Fecebook, er sagður vera hér á landi.
Mark Zuckerberg stofnandi Fecebook, er sagður vera hér á landi. AFP

Samkvæmt heimildum mbl.is er Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, staddur hér á landi ásamt konu sinni, Priscillu Chan.

Í samtali við mbl.is segir Karl Ólafur Hallbjörnsson, nýúskrifaður heimspekingur, að hann hafi séð til Zuckerbergs og Chan fyrir utan Café Paris í Austurstræti fyrr í kvöld.

Þá hefur mbl.is einnig fengið spurnir af því að hjónakornin hafi verið stödd á Þingvöllum fyrr í dag. 

Líklegt má telja að Zuckerberg og Chan séu stödd hér á landi í fríi en þau eiga sjö ára brúðkaupsafmæli eftir tvo daga, 19.maí, og voru fyrir skömmu stödd í Grikklandi í tilefni þess. 

Sömuleiðis er stutt síðan þau nutu lífsins í París. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant