Jóhannes Haukur efndi loforð sín

„Góða kvöldið, Tel Aviv. Takk fyrir skemmtilegt kvöld. Þetta eru …
„Góða kvöldið, Tel Aviv. Takk fyrir skemmtilegt kvöld. Þetta eru niðurstöður íslensku dómnefndarinnar. Og allt samkvæmt áætlun: okkar 12 stig fara til Svíþjóðar.“ Og ekki söguna meir. Skjáskot/RÚV

„Góða kvöldið, Tel Aviv. Takk fyrir skemmtilegt kvöld. Þetta eru niðurstöður íslensku dómnefndarinnar. Og allt samkvæmt áætlun: okkar 12 stig fara til Svíþjóðar.“

Fleira var það ekki hjá Jóhannesi Hauki Jóhannessyni leikara þegar hann kynnti stigin sem íslenska dómnefndin veitti í Eurovision í kvöld.

Mjög er bráður sá er á bröndum skal síns um freista frama, segir í Hávamálum, og Jóhannes Haukur er sannarlega á þeim buxunum. Hann var skýr í afstöðu sinni áður en hann kynnti stigin í Eurovision: enga stæla.

Hann kvaðst mótfallinn misnotkun vettvangsins, eins og kom fram í viðtali sem mbl.is tók við hann um leið og fyrir lá að hann tækist þetta verk á hendur. Þar sagði hann embættið ábyrgðarhluta. Ekki væri stigakynnis að vera með málalengingar. „Ég kann­ast við það sjálf­ur þegar ég er að horfa að þegar stiga­kynn­ar eru að reyna að vera með ein­hverja til­b­urði þá fýk­ur í mann. Á þess­um tíma­punkti vill fólk bara fá stig­in í hús og vita úr­slit­in,“ sagði hann.

Jóhannes Haukur leikari hét því að vera ekki með málalengingar …
Jóhannes Haukur leikari hét því að vera ekki með málalengingar þegar hann tæki að sér að kynna stigin í Eurovision. mbl.is/​Hari

Í sama viðtali var hann spurður hvort hann hygðist klæðast Hatarabúningi. Það kvaðst hann mundu gera ef börnin hans skipuðu svo fyrir. Og svo virðist hafa farið. Hann var í Hataratreyju.

Jóhannes veitti Svíum 12 stigin sín. „Það var ekkert Jón minn,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson þulur við Svíana af þessu tilefni. „Það hefði verið allt í lagi ef þetta hefði verið endurgoldið,“ sagði hann. Dómnefnd Svía gaf Íslendingum ekki 12 stig, svo mikið er víst.

Sú rúmenska jóðlaði eins og henni einni er lagið. Ætli …
Sú rúmenska jóðlaði eins og henni einni er lagið. Ætli Jóhannesi Hauki hafi gramist tilburðirnir? Skjáskot/RÚV

 Jóhannes virðist hafa verið stressaður þegar hann mætti upp í Ríkisútvarp í dag:

 Ármann Jakobsson fræðimaður sendir framagjörnum tóninn:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson