Kenna frumsaminn dans við lag Hatara

Danshópurinn Dynjandi samdi dans við lag Hatara. Í dag verða …
Danshópurinn Dynjandi samdi dans við lag Hatara. Í dag verða þær með danskennslu í Sporthúsinu.

Nokkrir nemendur frá Dansskóla Birnu Björns, sem mynda danshópinn Dynjanda, standa fyrir danskennslu með Eurovision-þema í Sporthúsinu í dag. Þar munu þær kynna frumsaminn dans við framlag Íslendinga í keppninni, Hatrið mun sigra.

Danshópurinn notaði hluta úr íslenska atriðinu til innblásturs en bætti síðan við alls kyns sporum í anda „commercial“ dansstíls.

Skrítinn dans við lag Hatara

„Við gerðum dansinn svolítið skrítinn því lagið er náttúrlega skrítið, sem og dansarnir í atriðinu sjálfu,“ segir Ragnheiður Ugla Ocares Gauksdóttir, einn dansara danshópsins Dynjanda.

Hópurinn býður upp á sinn þriðja og seinasta danstíma í dag, til þess að fjármagna keppnisferð á heimsmeistaramót í dansi í Portúgal. Góð mæting hefur verið í tvo seinustu danstíma, þar sem dansar við Eurovision-perlur voru kenndir. Á þriðjudag var dansað við lagið I Can't Go On, framlag Svíþjóðar árið 2017, og á fimmtudag var dansað við lagið Tonight Again, sem Ástralía sendi í Eurovision árið 2015.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.