Skilar nektin sigri í Eurovision?

Stóra stundin rennur upp í kvöld.
Stóra stundin rennur upp í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það væri ekki vitlaust fyrir Eurovision-aðdáendur að bóka fljótlega gistingu í Rotterdam um miðjan maí á næsta ári. Einhvern veginn virðist eins og allir hafi ákveðið að Hollendingurinn Duncan Laurence skuli standa uppi sem sigurvegari í Eurovision hér í Tel Aviv.

Ísland verður númer 17 í röðinni í flutningi kvöldsins, en 26 þjóðir eru í úrslitunum. Miðað við veðbanka er íslenska laginu spáð ofarlega í keppninni, voru Hatarar þannig í 8. sæti í gærkvöldi skv. vefsíðunni Eurovisionworld.com.

Ég verð að viðurkenna, nú þegar úrslitin ráðast í kvöld, að ég skil ekki af hverju hollenska lagið er svona vinsælt. Erlendur blaðamaður sagði mér í gær að líklega væri lagið svona vinsælt vegna þess að Laurence er nakinn í tónlistarmyndbandinu. Ég læt ekki nekt hans gabba mig og vona innilega að eitthvert annað atriði vinni.

Önnur lönd sem gætu unnið eru Svíþjóð, Ástralía, Rússland og mögulega Ítalía. Ástralska atriðið er ótrúlega flott og flytjandinn, Kate Miller-Heidke, er algjör töffari. Mögulega er ég litaður af því að hún ræddi við mig fyrir utan hótelið í vikunni og sagðist elska Hatara. Nei, það truflar ekkert og álit mitt á henni er vegna þess að atriðið minnir mig á Frozen í fæðingarorlofinu.

Hollendingurinn Duncan Laurence er sagður mjög líklegur til sigurs í …
Hollendingurinn Duncan Laurence er sagður mjög líklegur til sigurs í Eurovision í kvöld. AFP

Persónulega finnst mér hin lögin sem gætu unnið, Rússland, Svíþjóð og Ítalía, ekkert sérstök en ég er víst ekki sammála meirihlutanum.

Fyrir utan okkar frábæra atriði ættu áhorfendur að fylgjast sérstaklega vel með lagi Svisslendinga og Norðmanna. Ef lag svissneska nafna míns nafna míns Luca Hänni, „She Got Me“, verður ekki sumarsmellur er ég illa svikinn. Hann getur sungið, dansað og virðist vera með öll hárin á hausnum. Það er ekki laust við smá öfund.

Hvar endar Hatari?

Norska atriðið er auðvitað stórkostlega skemmtilegt og furðulegt. Ég hlæ alltaf smá þegar samíski rapparinn Fred Buljo „joikar“ og allir í blaðamannaaðstöðunni taka undir eins og þeir eigi lífið að leysa.

Það getur verið heimskulegt að spá um úrslit en ég geri það samt. Því miður verður næsta keppni haldin í Hollandi. Ég sé því miður ekki alveg í kristalskúlunni minni hvar Hatari endar nákvæmlega en eitthvað segir mér að sjötta sætið verði niðurstaðan. Kannski við endum ofar ef Matthías og Klemens taka upp myndband naktir?

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant