Stóra stundin handan við hornið

Liðsmenn Hatara áttu góða stund með fjölskyldu og vinum í anddyri hótelsins sem dvalið er á hér í Tel Aviv áður en hljómsveitin hélt af stað í Expo-höllina. Úrslit Eurovision fara fram í kvöld og hefst sjónvarpsútsending klukkan 22:00 að staðartíma, 19:00 að íslenskum tíma.

Foreldrar, systkini, kærustur og kærastar kvöddu sitt fólk en þau hafa flest verið í Tel Aviv frá því á sunnudag.

Klemens Hannigan kveður kærustu sína.
Klemens Hannigan kveður kærustu sína. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Er það samdóma álit flestra að Hatari hafi staðið sig afar vel á dómararennsli úrslitanna í gærkvöldi en atkvæði dómara gilda 50% til móts við atkvæði almennings.

Ein móðirin sagðist vera furðu lítið stressuð, enda hefðu krakkarnir staðið sig svo vel hingað til. Þau yrðu bara að halda sínu striki og útkoman kæmi svo í ljós.

Matthías Tryggvi Haraldsson.
Matthías Tryggvi Haraldsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson