Telja öryggi sínu ógnað

Mynd úr blaðamannaaðstöðunni frá því á þriðjudagskvöldið.
Mynd úr blaðamannaaðstöðunni frá því á þriðjudagskvöldið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margir fjölmiðlamenn frá Norðurlöndunum yfirgáfu blaðamannaaðstöðuna hér við Expo-höllina í Tel Aviv rúmri klukkustund áður en úrslit Eurovision hefjast. Þeir telja öryggi sitt ekki tryggt eftir að tveir menn sem ekki voru með blaðamannapassa komust inn í salinn á fimmtudag og mynduðu svæðið.

Aðeins fjórir sænskir blaðamenn eru eftir, tveir norskir en aðrir hafa yfirgefið svæðið og fylgjast með keppninni frá hótelum í borginni.

Fram kemur í frétt NRK vegna málsins að EBU hafi sagt að öryggisverðir og gæsla yrði sýnilegri í kvöld en ekkert var sagt til um að hún yrði aukin.

Því fóru yfirmenn skandinavískra fjölmiðla fram á það við sitt fjölmiðlafólk hér í Tel Aviv að það myndi ekki fylgjast með keppninni úr aðstöðu blaðamanna. Einn fjögurra Svía sem er eftir sagði að öryggisteymi hefði sagt honum að yfirgefa blaðamannaaðstöðuna. Ritstjóri hans hafi hins vegar sagt að það væri óþarfi og því er hann áfram á svæðinu.

Nánar er fjallað um málið á vef NRK.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson