Bjarmalandsför íslenska hópsins í myndum

Newstalk frá Írlandi tekur drengina tali á milli undankeppni og ...
Newstalk frá Írlandi tekur drengina tali á milli undankeppni og aðalkeppni. Drengirnir hafa farið í hvert viðtalið á fætur öðru í Tel Aviv, enda fjölmiðlar áfjáðir í að hafa eftir þeim stóru orðin. Eggert Jóhannesson

Þó að ekki megi með góðu móti fullyrða að ævintýri Hatara í Ísrael sé lokið, þar sem ljóst er að strik þeirra í beinni útsendingu í gær kann að draga dilk á eftir sér, eiga liðsmenn sveitarinnar ásamt allri áhöfn að vera mættir út í rútu við hótelið klukkan 6.30 í fyrramálið að ísraelskum tíma.

Þaðan er farið á flugvöllinn í Tel Aviv og ef gengið er út frá því að hópurinn komist klakklaust í gegnum flugvöllinn, flýgur hann heim á leið til Keflavíkur. Ekki er þó ljóst hvers er að vænta af ísraelskum yfirvöldum. Norðmaður sem var með Palestínufána á bakinu á meðan hann dansaði í atriði Madonnu var yfirheyrður í einn og hálfan klukkutíma á flugvellinum á leiðinni heim.

Og merkið á búningi dansarans var öllu látlausara en uppátæki Hatara.

Hér að neðan má lesa úr myndum ljósmyndara mbl.is frægðarsögu íslenska hópsins í Tel Aviv þetta árið. Sjón er enda sögu ríkari, jafnvel þótt sagan sjálf sé lygileg.

Matthías Tryggvi Haraldsson syngur í upphafi dvalarinnar í Tel Aviv ...
Matthías Tryggvi Haraldsson syngur í upphafi dvalarinnar í Tel Aviv í Ísrael. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sveitin vakti strax athygli í opnunarpartíi í tengslum við hátíðina.
Sveitin vakti strax athygli í opnunarpartíi í tengslum við hátíðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Aðrir liðsmenn sveitarinnar létu sitt ekki eftir liggja á dögunum ...
Aðrir liðsmenn sveitarinnar létu sitt ekki eftir liggja á dögunum sem eftir komu í ögrandi klæðnaði, hér litríkum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Til hægri á myndinni er Gísli, öðru nafni Gis Von ...
Til hægri á myndinni er Gísli, öðru nafni Gis Von Ice, umboðsmaður Hatara. Til vinstri er kona hans, Anna Hildur Hildibrandsdóttir. Hún hefur fylgt Hatara frá upphafi og er að gera heimildarmynd um þá. Eggert Jóhannesson
Þungvopnaðar unglingsstelpur á vegum Ísraelshers vöktu athygli Eggerts, ljósmyndara mbl.is, ...
Þungvopnaðar unglingsstelpur á vegum Ísraelshers vöktu athygli Eggerts, ljósmyndara mbl.is, á götum Tel Aviv. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Felix Bergsson var fararstjóri íslenska hópsins. Í hans hlut kom ...
Felix Bergsson var fararstjóri íslenska hópsins. Í hans hlut kom að bregðast við hvers kyns uppátækjum Hatara og þótti hann inna starfið vel af hendi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Stórstjörnubragur yfir Hatara á appelsínugula dreglinum í kvöldbirtunni. Þessi mynd ...
Stórstjörnubragur yfir Hatara á appelsínugula dreglinum í kvöldbirtunni. Þessi mynd fór á forsíðu Morgunblaðsins þann 13. maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hatari bakaði sér bæði vinsældir og óvinsældir, ef svo vægt ...
Hatari bakaði sér bæði vinsældir og óvinsældir, ef svo vægt má taka til orða. Forsíða á ísraelsku dagblaði þann 15. maí, þegar Ísland tók þátt í undankeppninni. Eggert Jóhannesson
Hatari komst áfram úr undanúrslitum og síðar kom í ljós ...
Hatari komst áfram úr undanúrslitum og síðar kom í ljós að þar lenti atriðið í þriðja sæti í sínum riðli. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hin dularfulla fréttastofa Iceland Music News, sem virðist einvörðungu fjalla ...
Hin dularfulla fréttastofa Iceland Music News, sem virðist einvörðungu fjalla um Hatara, fylgdi sveitinni eftir allt frá upphafi til enda. Fréttastofan er styrkt af „Sony, Steypustöðin, Kjörís, and Húsasmiðjan.“ Eggert Jóhannesson
Klemens Hannigan á blaðamannafundi þann 14. maí, ásamt fulltrúa Ástrala.
Klemens Hannigan á blaðamannafundi þann 14. maí, ásamt fulltrúa Ástrala. Eggert Jóhannesson
Talað var um í kjölfar flutnings Hatara á lokakvöldinu að ...
Talað var um í kjölfar flutnings Hatara á lokakvöldinu að Matthías Tryggvi, dökkhærði söngvarinn, hafi verið úr takti við lagið. Hann hefur fagnað samsæriskenningum þar að lútandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fánalögin brotin á örlagadeginum, að vanda. Klemens framtíðarlegur að sjá.
Fánalögin brotin á örlagadeginum, að vanda. Klemens framtíðarlegur að sjá. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Mótmælt var fyrir utan Expo-höllina, þar sem hátíðin var haldin, ...
Mótmælt var fyrir utan Expo-höllina, þar sem hátíðin var haldin, kvöldið sem lokakeppnin var. Lögregla fylgdist með framvindu mála við höllina. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina