Hatari þekkist ekki boð til Palestínu

Mustafa Barghouti var tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels á sínum tíma …
Mustafa Barghouti var tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels á sínum tíma fyrir mannréttindabaráttu í þágu Palestínu. Ljósmynd/Wikipedia.org

Mustafa Barghouti, palestínskur mannréttindafrömuður og gamall heimastjórnarmaður í Palestínu, setti sig í samband við Hatara eftir uppátæki þeirra í Eurovision í gær. Hann bauð þeim að koma til Palestínu. 

Fréttablaðið greinir frá þessu.

Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara, mun hafa staðfest þetta boð í samtali við Fréttablaðið. Þar kemur fram að Barghouti hafi boðið sveitinni í veislu og að sveitin hafi ekki komist. 

Hatari fer út á flugvöll kl. 6.30 í fyrramálið. Í kvöld verða þeir áfram í Tel Aviv ásamt RÚV-föruneytinu og ætla að sögn Felix Bergssonar fararstjóra, sem ræddi við mbl.is, að fara út að borða lokakvöldið.

Umræddur Mustafa Barghouti er þekktur baráttumaður fyrir réttindum Palestínumanna. Hann var tilnefndur á sínum tíma til friðarverðlauna Nóbels fyrir frumkvæði sitt í þeim efnum og sömuleiðis var hann heiðursgestur félagsins Ísland-Palestína á afmæli þess árið 2012.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.