Þessar þjóðir gáfu okkur 12 stig

Hatari á sviðinu í Tel Aviv í kvöld.
Hatari á sviðinu í Tel Aviv í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjár þjóðir gáfu okkur 12 stig í símaatkvæðagreiðslunni þar sem almenningur gat hringt inn og greitt atkvæði. Þetta voru Finnar, Pólverjar og Ungverjar. Ástralir og Norðmenn gáfu Íslendingum 10 stig hvor þjóð og Svíar og Bretar gáfu okkur átta stig. Samtals fékk Ísland 186 stig í gegnum símaatkvæðagreiðslur.

Eins og kom fram í beinni útsendingu frá keppninni var það belgíska dómnefndin sem var gjafmildust á stig til Hatara, en dómnefndin gaf Íslendingum 10 stig. Dómnefnd Ástralíu gaf Íslendingum 8 stig og frá San Marínó og Litháen fengum við 6 stig. Samtals fékk Ísland 48 stig frá dómnefndum.

Ísland endaði í 10. sæti keppninnar með samtals 244 stig. Skoða má sundurliðaðar upplýsingar um stig Íslands, bæði sem Ísland gaf öðrum þjóðum og sem við fengum frá öðrum, á vefsíðu Eurovision.

Heildarlistann yfir þær þjóðir sem gáfu Íslandi stig í símaatkvæðagreiðslu má sjá hér:

12 stig – Ungverjaland

12 stig – Pólland

12 stig – Finnland

10 stig – Ástralía

10 stig – Noregur

8 stig – Svíþjóð

8 stig – Bretland

7 stig – Ítalía

7 stig – Holland

7 stig – Slóvenía

7 stig – Lettland

7 stig – Rússland

7 stig – Hvíta Rússland

6 stig – Tékkland

6 stig – Írland

6 stig – Austurríki

6 stig – Litháen

5 stig – Eistland

5 stig – Serbía

5 stig – Rúmenía

4 stig – Danmörk

3 stig – Portúgal

3 stig – Króatía

3 stig – Spánn

3 stig – Armenía

3 stig – Belgía

3 stig – Georgía

2 stig – Þýskaland

2 stig – Svartfjallaland

2 stig – Grikkland

2 stig – San Marínó

1 stig – Moldóva

1 stig – Frakkland

1 stig - Malta

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.