1,3 milljónir Ísraelsmanna horfðu á Hatara

Hatari á sviðinu í lokakeppninni. Fleiri tugir milljóna manna fylgdust …
Hatari á sviðinu í lokakeppninni. Fleiri tugir milljóna manna fylgdust með. AFP

Fjöldi Ísraelsmanna sem fylgdist með lokakvöldi Eurovision í sjónvarpinu var um 1,3 milljónir manna. Þeim fjölgaði um 300.000 frá því í fyrra, þegar Netta fór með sigur af hólmi fyrir þeirra hönd. Eurovision hafði þannig 37,8% hlutdeild í sjónvarpsáhorfi í Ísrael meðan á keppninni stóð.

Víðar fjölgaði áhorfendum enda viðburðarík og að einhverju leyti umdeild keppni en sums staðar fækkaði þeim.

74,5% af sjónvarpsáhorfi í Hollandi meðan á keppninni stóð var á Eurovision, þ.e. að meðaltali 4,7 milljónir áhorfenda. Þar voru menn óvenjuspenntir fyrir kvöldinu enda talið líklegt að Hollendingurinn Duncan Lawrence bæri sigur úr býtum.

Í Englandi mátti sjá svipaðan fjölda áhorfenda og í fyrra, um 7,7 milljónir áhorfenda þegar mest lét.

Tæp 8,1 milljón manna í Þýskalandi fylgdist með aðalkeppninni. Þar fækkaði áhorfendum um 130.000 á milli ára. Atriði Þýskalands var enda ekki vinsælt í ár.

Í Frakklandi fækkaði áhorfendum um 370.000 á milli ára. Þar er áhorfendahópurinn engu síður mjög stór, 4,78 milljónir horfðu á keppnina.

Ítalir, sem lentu í öðru sæti í keppninni, voru einstaklega áhugasamir. Ekki hafa eins margir horft á keppnina þar í landi síðan 2011 en áhorfendur voru samtals 3.539.000.

Í Ástralíu fylgdust um 412.000 með keppninni.

Í Sviss voru áhorfendur fleiri en þeir hafa verið í 10 ár en að meðaltali fylgdust 660.000 með keppninni yfir kvöldið. Um 912.000 horfðu á meðan Luca Hanni steig á svið.

Upplýsingarnar um áhorfið birtir Eurovision-miðillinn Eurovoix.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant