30.000 undirskriftir gegn Íslandi

Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist …
Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist með. Skjáskot/RÚV

Enn rignir inn nýjum nöfnum í undirskriftasöfnun þá sem fer fram á change.org og krefst þess að Íslandi verði vikið úr Eurovision fyrir framferði sitt á lokakeppninni, þar sem Hatari dró upp palestínska fánann í beinni útsendingu.

Á öndverðum meiði eru þeir sem skrifa undir hið gagnstæða, nefnilega að Ísrael verði vikið úr keppni fyrir neikvæð viðbrögð við einmitt þessu framferði Hatara en öryggisverðir á hátíðinni kváðu hafa þjarmað að hljómsveitinni þegar hún dró upp fánann.

Undirskriftir þeirra sem vilja að Ísland verði rekið úr keppninni eru orðnar tæplega 30.000 þegar þetta er skrifað. Hún er á vegum erlends manns að nafni Gavin Coulson, sem hefur hlotið menntun í gyðinglegri guðfræði einhvers konar í New York, að því er fram kemur á Facebook-síðu hans.

Athæfi Hatara í lokakeppninni vekur hörð viðbrögð í öllum heimshornum.
Athæfi Hatara í lokakeppninni vekur hörð viðbrögð í öllum heimshornum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undirskriftir þeirra sem vilja að Ísrael verði rekið úr keppninni eru komnar vel á fjórða þúsund þegar þetta er skrifað. Fyrir þeirri söfnun stendur Unnar Þór Sæmundsson, sem er gjaldkeri Pírata og situr í framkvæmdaráði flokksins.

Áskoranir ganga þannig á báða bóga. Simon Wiesenthal-stofnunin og Samtök breskra lögfræðinga fyrir Ísrael sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem farið er fram á brottrekstur Íslands úr keppninni á þeim grundvelli að Hatari hafi svikið gefin loforð, að því er segir á vef RÚV. Nefnd samtök lögfræðinga hvöttu í apríl til þess að Hatara yrði vísað úr leik fyrir fram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson