„Ef þeir haga sér þá skjótum við þá ekki“

Jóna Vestfjörð bjó í Ísrael.
Jóna Vestfjörð bjó í Ísrael.

Jóna Vestfjörð Hannesdóttir bjó í Ísrael um tíma þegar eiginmaður hennar Hólmar Örn Eyjóllfsson spilaði knattspyrnu í landinu. Frá Ísrael fluttu þau til Sofiu í Búlgaríu svo hjónin eru miklir heimsborgarar og hafa innsýn inn í líf á mörgum stöðum. 

Í gær ritaði Jóna áhugaverðan pistil á Facebook þar sem hún talar um réttlætingu Ísraela fyrir árásum á saklaust fólk. Um viðveru sína í Ísrael skrifar hún:

„Ef þeir haga sér þá skjótum við þá ekki. Þetta heyrði ég reglulega í Ísrael sem réttlætingu fyrir árásum á saklaust fólk. Þrátt fyrir stuttan tíma í Ísrael þá kynntumst við Hólmar lífinu þar ágætlega og mörgum dásamlegum einstaklingum.

Í Ísrael hugsar maður sig þó vandlega um áður en orð eru sögð og skoðanir látnar í ljós, þ.e. ef þær eru ekki í takt við það sem almennt „hentar“. Áróður frá unga aldri um að „hinir“  séu hættulegir og þá beri að varast og sniðganga byrjar frá leikskólaaldri.

Krökkum er kennt á sérstök „sprengjuherbergi“ sem eiga að vera inn á hverju heimili svo að þau geti nú örugglega verið undirbúin ef „hinir“ láta vaða. Sjaldan er þó minnst á allar þær sprengjur sem fara öfuga leið, en þar fyrir sunnan eru engin öflug varnarkerfi sem eyða sprengjunum í loftunum eins og í Ísrael. Það var ekki erfitt að líða vel í Ísrael sem íbúa til styttri tíma, enda verður maður svo lítið sem ekkert var við eymdina sem ríkir örfáum kílómetrum í burtu. Maður býr í algjörri „búblu“, algjörlega ómeðvitaður um að sprengja hafi fallið og drepið tugi manna aðeins 70 km í burtu kvöldið áður. Maður getur notið sólskinsins og haft það gott…..svo lengi sem maður þegir yfir stóra bleika fílnum í herberginu. Á meðan tíma okkar stóð í Ísrael keyrðum við Hólmar örfá skipti yfir til Palestínu - þar er lífið öðruvísi.

Fjölmörg skilti á leiðinni sem öskruðu á mann að vara sig og snúa við hið snarasta því maður væri að nálgast svæði sem væri hættulegt. Við keyrslu inn í Hebron-borg eitt skiptið (á bíl með ísraelskri númeraplötu) tók á móti okkur hermaður með mjög gamla og (sem sýndist mikið notaða) vélbyssu. Þessi maður bauð okkur þó kærlega velkomin inn í borgina sína brosandi með byssuna sína í fanginu. Ég get lofað ykkur að eftir heimsókn til Hebron eða Ramallah þá fær maður öðruvísi sýn á ófriðinn sem ríkir á milli þessara tveggja þjóða. Ég mun aldrei gleyma frásögn eins manns sem við hittum í Hebron. Hann sagði okkur frá því að hann ætti 10 börn, en 3 af þeim hafði hann misst, sökum þess að þau fengu ekki aðgang að almennilegri læknisþjónustu en voru stöðvuð af við eitt „check-point“ á mjög svo krítískri stundu. „That is life in Palestine,“ sagði hann. Burt séð frá skoðunum manna á gjörningi Hatara í Eurovision þá er nauðsynlegt að minna á stóra bleika fílinn í herberginu, og það mætti gera mun oftar! Ég segi BRAVO Hatarar!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson