Eurovision-sápukúlan sprungin

Liðsmenn Hatara er komnir heim, heilu og höldnu. Það sama …
Liðsmenn Hatara er komnir heim, heilu og höldnu. Það sama gildir um saumavélina hans Klemensar. Ljósmynd/Gísli Berg

Liðsmenn Hatara og fylgdarlið þeirra eru komin heim eftir mikla frægðarför til Tel Aviv. Hópurinn lenti í Keflavík rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld og fékk höfðinglegar móttökur frá Magnúsi Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem og félagsmönnum í Ísland-Palestínu. 

„Nú springur sápukúlan sem Eurovision er og við byrjum að undirbúa næstu Söngvakeppni og hnýtum endana í þessu ævintýri,“ sagði Felix Bergsson, fararstjóri Eurovision-hópsins, í samtali við mbl.is stuttu eftir heimkomu.

Ferðadagurinn var frábær að sögn Felix, en langur, með viðkomu í London. „Við erum búin að „chilla“ vel í London og erum fegin að vera komin heim,“ segir Felix. 

Aðspurður seg­ir Fel­ix að eftirmál vegna „fánamálsins“ svokallaða í sjón­varps­út­send­ingu keppn­inn­ar á laug­ar­dags­kvöld eigi eftir að koma í ljós og það verði í höndum RÚV að takast á við það. „Við bíðum eftir EBU með það og sjáum hverjar meldingar þeirrar verða og þá dílum við við það, á góðri íslensku,“ segir Felix og skellir upp úr.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson