Aðeins eitt atvik óviðeigandi

Aaron Carter var góður vinur Michael Jackson.
Aaron Carter var góður vinur Michael Jackson. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrrverandi barnastjarnan Aaron Carter tjáir sig meðal annars um samband sitt við poppstjörnuna Michael Jackson í nýjum bandarískum raunveruleikaþætti að því fram kemur á vef People. Carter kynntist Jackson sem unglingur en hefur hingað til ekki viljað taka undir ásakanir um kynferðerðislegt ofbeldi. 

„Micheal var mjög góður maður svo ég viti til, mjög góður maður. Hann gerði aldrei neitt sem var ekki við hæfi, fyrir utan eitt skipti. Það var eitt sem hann gerði sem var aðeins óviðeigandi,“ sagði Carter í örstuttu myndbandi sem birtist á vef People en hann útskýrir ekki hvað fólst í þessu atviki. Þættirnir fara í sýningu seinna á árinu og spurning hvort Carter útskýri þá eitthvað frekar hvað hann átti við. 

Jackson og Carter kynntust í hljóðveri árið 2001 þegar Carter var aðeins 14 ára. Nokkrum mánuðum seinna voru þeir orðnir mjög góðir vinir og söng Carter með Jackson bæði inn á plötu og á tónleikum með Jackson. 

Á vef People er það rifjað upp að Carter hafi neitað því árið 2004 að eitthvað kynferðislegt hafi átt sér stað en þá höfðu þeir verið vinir í þrjú ár. „Ekkert gerðist á milli mín og Micheal. Við sváfum ekki í sama herberginu, við deildum ekki rúmi. Við áttum venjulegt vinasamband. Það var ekkert kynferðislegt við það,“ sagði Carter fyrir 15 árum. 

Michael Jackson.
Michael Jackson. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.