Finnst krafan um endurgerð óvirðing

Sophie Turner fór með hlutverk Sönsu Stark í þáttunum.
Sophie Turner fór með hlutverk Sönsu Stark í þáttunum. AFP

Game of Thrones-leikkonunni Sopie Turner finnst krafan um að áttunda sería eigi að vera endurskrifuð vera óvirðing við alla þá sem komu að gerð þáttanna. Áskorun hefur gengið um á netinu þar sem skorað er á sjónvarpsstöðina HBO að endurskrifa áttundu og síðustu seríuna af þáttunum.  

Í viðtali við New York Times segir hún að það hafi þó ekki komið henni á óvart að aðdáendur séu óánægðir með endalok þáttanna. Hún segir að það sé eðlilegt að allir séu ekki sáttir því að fólk hafi mismunandi óskir um hvernig þættirnir ættu að enda.

Turner segir að gríðarlega mikil vinna hafi farið í þættina síðasta áratuginn. Ellefu mánuðir fóru í gerð á síðustu seríunni og að sögn Turner fóru um 50 nætur í að taka upp senur sem gerast um nótt. Það sé því óvirðing við alla þá sem lögðu hart að sér að gera þættina að veruleika að krefjast endurgerðar. 

Turner fór með hlutverk Sönsu Stark í þáttunum, en lokaþátturinn var sýndur í Bandaríkjunum á sunnudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant