Geymdi fánann í hægra stígvélinu

Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist …
Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist með. Skjáskot/RÚV

Ef við ætlum að vera hreinskilnir þá vorum við svolítið að stökkva af kletti og vissum mest allan tímann ekki hvert við værum að fara,“ segir Klemens Hannigan, annar söngvara Hatara, í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar ræddu liðsmenn Hatara Eurovision og þá sérstaklega augnablikið þegar þeir tóku upp palestínska fánann á úrslitakvöldi keppninnar.

Matthías Tryggvi Haraldsson, hinn söngvari Hatara, sagði að þeir hefðu ákveðið að hafa fánana með sér á úrslitakvöldið til að halda möguleikum opnum. Þeir hafi hins vegar ekki vitað nákvæmlega hvenær þeir yrðu í mynd eða hversu lengi. 

Hann lýsir því að fólkið í kringum Iceland Music News hafi farið til palestínsku borgarinnar Ramallah og þaðan hafi fánunum, eða borðunum, verið smyglað til Tel Aviv. 

Spurðir um nákvæmlega þegar þeir tóku borðana upp segir Matthías að tökumaður hafi komið nokkrum sinnum áður til þeirra, eins og hann væri að gera sig kláran í að hafa Hatara í mynd. „Ég var með einn klút í hægra stígvélinu og var tilbúinn,“ segir Matthías. 

Hatari á sviðinu í Tel Aviv í síðustu viku.
Hatari á sviðinu í Tel Aviv í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borðinn hefði auðveldlega getað verið á hvolfi

Liðsmenn Hatara sáu að aðrir keppendur voru í mynd þegar stig úr símakosningu voru tilkynnt, sérstaklega ef mikill munur var á stigum almennings og kjósenda.

„Þegar við heyrðum að við fengum talsvert mörg stig frá kjósendum og tökumaður kom hlaupandi og benti meira að segja á myndavélina þá vissum við að þetta var augnablikið. Klemens kinkaði kolli til mín. Ég dreg minn úr skónum. Þegar ég endurupplifi augnablikið hugsa ég hvað ég er feginn að borðinn sneri rétt. Hann hefði auðveldlega verið á hvolfi,“ segir Matthías.

Einar Stefánsson, trommuleikari Hatara, lýsir því að margir á VIP-svæði keppninnar hafi verið ósáttir og stemningin hafi tekið ákveðna U-beygju. Hins vegar hafi aðrir keppendur ekki verið ósáttir. 

Þeir lýsa því hvernig hlutirnir hafi verið í ákveðinni móðu eftir að þeir tóku upp fánann. „Andrean óskaði sænska gaurnum til hamingju á leiðinni út,“ segir Klemens og Matthías bætir því við að þeir hafi ekki vitað fyrr en mun seinna að Holland hefði unnið keppnina. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur þig betur þegar þú hefur of mikið að gera. Láttu ekki koma þér úr skorðum, þú þarft bara að eyða svolitlum tíma í að leysa vandamálin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur þig betur þegar þú hefur of mikið að gera. Láttu ekki koma þér úr skorðum, þú þarft bara að eyða svolitlum tíma í að leysa vandamálin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav