Hvað gera þau næst?

Maisie Williams og Sophie Turner eru að bralla margt skemmtilegt …
Maisie Williams og Sophie Turner eru að bralla margt skemmtilegt á næstu misserum. AFP

Tæplega áratugar löngu skeiði er lokið í lífi leikaranna í Game of Thrones sem er lokið, en síðast þátturinn var sýndur vestanhafs á sunnudagskvöldið. Þættirnir hafa eðlilega tekið mikið pláss í lífi leikaranna síðustu ár, en nú er spurningin, hvað gera þau næst? Margir leikaranna hafa öðlast frægð í gegnum þættina og því spennandi að sjá hvað þeir gera næst.

Emilia Clarke, sem fór með hlutverk drekamóðurinnar Daenerys Targaryen, hefur nú þegar lokið við tökur á tveimur kvikmyndum, Above Suspicion, sem fjallar um FBI-lögreglukonu, og rómatísku gamanmyndinni Last Christmas.

Sophie Turner, sem fór með hlutverk Sönsu Stark, mun fara með hlutverk í nýjustu X-Men-kvikmyndinni, Dark Phoenix, sem frumsýnd verður í sumar. Hún fer einnig með hlutverk í kvikmyndunum Broken Soldier og Heavy.

Kit Harington, sem fór með hlutverk Jon Snow, er ekki búinn að tilkynna um nein verkefni sem hann er með á næstunni. Hann hefur þó sýslað eitt og annað nýlega, en hann talaði inn á teiknimyndina How To Train Your Dragon: The Hidden World. Hann kom einnig fram í grínþáttunum Saturday Night Live og fór með hlutverk í leikritinu True West.

Kit Harington er ekki búinn að tilkynna um nein stór …
Kit Harington er ekki búinn að tilkynna um nein stór verkefni. AFP

Maisie Williams, sem fór með hlutverk Aryu Stark, mun fara með hlutverk í annarri X-Men kvikmynd, The New Mutants. Útgáfu hennar hefur þó verið frestað svo óvíst er hvenær hún mun koma út. Hún hefur einnig verið orðuð við kvikmyndina The Owners.

Lena Headly, sem fór með hlutverk drottningarinnar Cersei Lannister, mun snúa aftur á hvíta tjaldið og fer með hlutverk í kvikmyndinni The Flood. Hún hefur einnig verið orðuð við kvikmyndirnar Gunpowder Milkshake og Crooks.

Peter Dinklage, sem fór með hlutverk Tyrion Lannister, mun tala inn á teiknimyndirnar The Angry Birds 2 og The Croods 2. Hann hefur einnig verið orðaður við tvær kvikmyndir, The Thicket og The Dwarf.

Hinn danski Nikolaj Coster-Waldau, sem fór með hlutverk Jamie Lannister, hefur fengið hlutverk í hvorki meira né minna en fjórum kvikmyndum, Domino, Suicide Tourist, Notat og The Silencing.

Gwendoline Christie, sem fór með hlutverk riddarans Brienne of Tarth, ljáði Captain Phasma rödd sína í teikniseríunni Star Wars Resistance. Hún mun einnig koma að kvikmyndunum The Friend og The Personal History of David Copperfield.

Hinn danski Nikolaj Coster-Waldau er að fara að leika í …
Hinn danski Nikolaj Coster-Waldau er að fara að leika í fjórum kvikmyndum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson