Í útrás til Gautaborgar

Dansarar Íslenska dansflokksins eru komnir til Gautaborgar þar sem þeir …
Dansarar Íslenska dansflokksins eru komnir til Gautaborgar þar sem þeir æfa dans- og tónvrkið AIÕN. ljósmynd/ Gunnar Freyr Steinsson

Á sunnudaginn hélt 15 manna hópur frá Íslenska dansflokknum af landi brott til Gautaborgar þar sem dansflokkurinn mun frumsýna dans- og tónverkið AIÕN eftir Ernu Ómarsdóttur og Önnu Thorvaldsdóttur. 

Þessa vikuna vinnur Íslenski dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar hörðum höndum að því að klára uppsetninguna á verkinu sem verður heimsfrumsýnt föstudaginn 24. maí á Point tónlistarhátíðinni í Gautaborg.  

AIÕN er ástríðuverkefni þeirra Ernu og Önnu og er innblásið af abstrakt hugsun um tímann og ferðalag milli vídda. Í AIÕN bjóða Erna Ómarsdóttir danshöfundur og Anna Thorvaldsdóttir tónskáld áhorfendum upp á töfrandi heim þar sem tónlist og dans mætast á óvanalegan hátt og dansarar Íslenska dansflokksins og hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar renna saman í eitt.  

Til að gera þennan töfrandi heim að raunveruleika hefur dansflokkurinn fengið til liðs við sig búningahönnuðinn Agnieszku Baranowska og kvikmyndagerðamennina Pierre-Alain Giraud og Valdimar Jóhannsson. Myndbandsverk sem Pierre-Alain og Valdimar hafa búið til fyrir AIÕN verður varpað á veggi tónlistarhússins í Gautaborg við undirspil hljómsveitarinnar og dans dansflokksins. 

Íslendingar fá tækifæri til að upplifa AIÕN 1.apríl 2020 þegar Íslenski dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja verkið í Eldborg í Hörpu. AIÕN er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar. 

Af æfingu verksins AIÕN.
Af æfingu verksins AIÕN. ljósmynd/Gunnar Freyr Steinsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson