Kennir Brexit um lélegt gengi í Eurovision

Michael Rice tók þátt í fyrir hönd Breta í Eurovision.
Michael Rice tók þátt í fyrir hönd Breta í Eurovision. mbl.is/AFP

Tónlistarmaðurinn Michael Rice sem keppti fyrir hönd Breta í Eurovision á laugardaginn bjóst aldrei við góðu gengi í keppninni en hann lenti í 26. og síðasta sæti í úrslitunum á laugardaginn. Í viðtali við The Sun kenndi hann breskri pólitík um lélegt gengi en hann fékk aðeins 13 stig frá dómnefndinni og þrjú stig úr símakosningunni. 

„Ég vissi alltaf að ég myndi lenda í þessari stöðu vegna Brexit,“ sagði Rice daginn eftir keppnina. „Veistu hvað? Ef þetta hefði verið Gary Barlow eða Elton John hefðu þeir örugglega líka lent í síðasta sæti.“

Rice virtist þó ekki fúll eftir keppnina og sagðist hafa skemmt sér mjög vel og aldrei efast um hæfileika sína. 

Michael Rice.
Michael Rice. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler