Kennir Brexit um lélegt gengi í Eurovision

Michael Rice tók þátt í fyrir hönd Breta í Eurovision.
Michael Rice tók þátt í fyrir hönd Breta í Eurovision. mbl.is/AFP

Tónlistarmaðurinn Michael Rice sem keppti fyrir hönd Breta í Eurovision á laugardaginn bjóst aldrei við góðu gengi í keppninni en hann lenti í 26. og síðasta sæti í úrslitunum á laugardaginn. Í viðtali við The Sun kenndi hann breskri pólitík um lélegt gengi en hann fékk aðeins 13 stig frá dómnefndinni og þrjú stig úr símakosningunni. 

„Ég vissi alltaf að ég myndi lenda í þessari stöðu vegna Brexit,“ sagði Rice daginn eftir keppnina. „Veistu hvað? Ef þetta hefði verið Gary Barlow eða Elton John hefðu þeir örugglega líka lent í síðasta sæti.“

Rice virtist þó ekki fúll eftir keppnina og sagðist hafa skemmt sér mjög vel og aldrei efast um hæfileika sína. 

Michael Rice.
Michael Rice. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.