Var klámfíkill áður en hún kynntist Will Smith

Jada Pinkett Smith var háð klámi.
Jada Pinkett Smith var háð klámi. mbl.is/AFP

Jada Pinkett Smith greindi frá því í nýjasta þætti sínum af Red Table Talk að hún hafi verið klámfíkill áður en hún kynntist eiginmanni sínum, leikaranum Will Smith. Í þættinum ræðir hún áhrif kláms á sambönd.

Í byrjun þáttarins ræðir Pinkett Smith um klám við dóttur sína, Willow, og móður sína Adrienne Banfield Norris. Pinkett Smith sagðist hafa verið mjög einmana þegar hún varð háð klámi, en hafi sem betur fer ekki verið í sambandi á þeim tíma. Hún segir að hún hafi fundið fyrir tómleika innra með sér og hafi reynt að fylla upp í tómið með klámi.  

Pinkett Smith hefur verið mjög opinská um hinar ýmsu fíknir sem hún hefur glímt við á lífsleiðinni, en hún var bæði kynlífsfíkill, líkamsræktarfíkill og áfengisfíkill.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.