Hlaðvarpsþáttur Sólrúnar og Camý vinsælastur

Þær stöllur eru byrjaðar með hlaðvarpsþætti.
Þær stöllur eru byrjaðar með hlaðvarpsþætti. skjáskot/Instagram/solrundiego

Nýr hlaðvarpsþáttur samfélagsmiðlastjarnanna Sólrúnar Diego og Camillu Rutar, Bara við, er sá vinsælasti á Íslandi í dag. Þáttaröðin er efst á listanum yfir vinsælustu þáttaraðirnar í Podcast-forritinu og fyrstu tveir þættirnir eru efstir á listanum yfir vinsælustu þættina um þessar mundir. 

Hlaðvarpsþættirnir fóru í loftið í gærkvöldi en í þeim ætla þær vinkonurnar að sýna persónulegu hliðina á sjálfum sér og spjalla um ýmis málefni tengd hversdagsleikanum. Þátturinn er flokkaður í sjálfshjálparflokkinn í Podcast-forritinu. 

Í kynningarþættinum segja þær stöllur að þær hafi rætt það í rúmlega ár að byrja með hlaðvarpsþætti, en ekki látið til skara skríða fyrr en núna. Í fyrsta þættinum ræða þær um samfélagsmiðla og upplifun sína af samfélagsmiðlum. 

skjáskot
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.